Virðing við kristna trú á undanhaldi.
22.3.2015 | 00:53
Samkvæmt frétt á Mbl.is kom fram að á Skátaþingi sem stóð yfir á Selfossi í dag hafi verið samþykkt tillaga að breyttu orðalagi skátaheitisins . Snerist þessi breyting um að skátar geti valið um að strengja heit við Guð eða samvisku sína, einnig að valkvætt sé hvort notast sé við orðið ættjörð eða samfélag. Umrætt heit hefur hljóðað svo:
"Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess; að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin."
Finnst mér það mikil hneysa að þessi ákvörðun hafi verið tekin á skátaþingi. Var sú skýring gefin á þessu að færa ætti skátana meira inn í nútímann og að opna fyrir alla hvort sem þeir trúa eða ekki á Guð eða hvaða guð þeir trúa á. Það er sífellt verið að ýta trúnni eins og til hliðar í samfélagi okkar, sérstaklega frá börnum á grunnskólaaldri. Heit þetta er samofið sögu og menningu skátastarfsins. Þetta heit sýnir að skátahreyfingin hefur verið stofnuð með grundvallarhugsjónir kristinsdómsins að leiðarljósi sem er að standa sig í mannlegu samfélagi, að rétta öðrum hjálparhönd og koma vel fram við aðra.
Þeir sem að skátahreifingunni koma ættu ekki að skammast sín fyrir að láta Guð vera ávallt nefndan þegar börn og unglingar fara með skátaheitið. Það að líta til tíðarandans og láta hugmyndir manna sem fráhverfir eru kristinni trú ráða ferð er rangt. Slíkar hugmyndir eru undir yfirskini "mannréttinda" og ganga út á það að helst eigi að ýta kristinni trú undir teppi vegna þess að hugsanlega eru einhver börn sem eiga vantrúaða foreldra eða foreldra annarra trúarbragða. Kristin trú og boðorðin 10 eru veganesti sem öllum börnum og unglingum er hollt að hafa fyrir lífsgöngu sína.
Þurfa ekki að strengja guði heit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hér er bara verið að taka tillit til þeirra sem ekki trúa á guð, sem er brot af Íslendingum. Þú getur ekki neytt fólk til að gefa heit, sem ekki vilja eða trúa né lokað þá úti úr hreyfingum.
Hér er bara verið að fara að mannréttindum og virða það að hér er trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá.
ef þú getur ekki virt það, þá er virðingarleysið þín megin.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 08:13
'eg tek undir með Jóni Steinari. Varðandi virðingu fyrir kristinni trú þá fer henni eflaust þverrandi, Og reyndar fyrir öðrum trúarskoðunum og yfirleitt öðrum skoðunum annars fólks. Sem er ekki gott. Við eigum að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir náunganum þótt hann hafi aðra lífssýn en maður sjálfur.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 11:00
Ég er mjög sorgmætur yfir þessari breytingu.
Ágúst Þorsteinsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 11:09
Ég tel að skátahreyfingin byggi á kristilegum grunni og að henni beri ekki að kasta þeim grunni fyrir róða þó að einhverjir krakkar, trúlausir eða annarar trúar kunna að finnast í Skátahreifingunni.
Steindór Sigursteinsson, 22.3.2015 kl. 21:31
Sæll Steindór
Skátahreyfingin er ekki byggð á kristnum gildum, hvað sem þú telur. Það sýnir sig t.d. í því að hreyfingin er hvað stærst í Indónesíu. Það sýnir sig líka í því að Baden-Powell sjálfur bjó til tvö skátaheit, eitt fyrir kristna breta og eitt fyrir alla aðra. Hið síðanefnda nefni hann "the outlander promise" og er það án allra trúarskírskotana eða konungshollustu. Það sést líka á því hvernig alþjóðahreyfing skáta skilgreinir "duty to god" sem "adherence to spiritual principles." Slíkt þarf ekki endilega að þýða guðstrú, hvað þá kristni. Að svo sögðu rúmast kristnin ákfalega vel innan skátanna og mörgum þykir gott að flétta hana saman við skátastarfið, sem er gott og vel, en ekki allra.
Arnór (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 09:09
Kristnir virðast telja að allt byggi á kristnum grunni, það er vegna þess að kristni byggir á grunni fáfræð!
DoctorE (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 09:37
Komdu sæll Arnór. Ég hef ekki kafað mjög djúpt í sögu skátahreyfingarinnar á heimsvísu, en ég veit að Íslenska skátastarfið var fyrst stofnuð af KFUK og var það fyrst í stað aðeins ætlað stúlkum. Það er því greinilegt að Íslenska Skátahreyfingin hafi upphaflega verið kristilegt starf og hafi byggst á kristinni hugsun.
Komdu sæll DoctorE. Kristin trú er ekki byggð á fáfræði. Kristin trú byggir á Ritningunum, Biblíunni. Það sem Biblían segir frá td. varðandi sögu er mjög áreiðanlegt, td varðandi þjóðir og borgir sem hafa verið til. Eins og til dæmis borgin Níníve sem talað er um í Jónasarbók hefur fundist. Spádóma má finna í Gamla Testamentinu varðandi Jesú Krist. Kristin trú byggist á því sem Ritnngarnar segja frá að Jesú hafi komið til okkar mannana sem lítið barn, eingetinn sonur Guðs, að hann gerði mörg karaftaverk á starfstíma sínum og að hann dó fyrir syndir okkar og reis upp frá dauðum á þriðja degi. Hann gerðist staðgengill fyrir okkur, tók á sig refsinguna fyrir syndir okkar. Í Jesaja 53 er eftirfarandi spádómur um Jesú Krists og fórnarverk hans:
En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða.
Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?
Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.
Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.
Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.
En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum." Jesaja 53.
Steindór Sigursteinsson, 24.3.2015 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.