Verklag Utanríkisráðherra varðandi afturköllun aðildarumsóknar er innan lagaramma.

Það vakti mikla undrun á meðal landsmanna þegar sú frétt barst út að Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson hafi fært Utanríkisráðherra Lettlands Ed­gars Rin­kevics bréf sem innihélt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka. En Edgar Rinkevics fer með forsætið innan Evrópuráðsins. Fá mál hafa valdið meira umróti á meðal stjórnarandstöðunar og ESB sinna og meint bréfaskrif Utanríkisráðherra.  Hafa margir tjáð sig um á hvern hátt ríkisstjónin kom að þessu máli.  Hefur mörgum þótt að hér væri vegið að þingræðinu og lýðræðinu, að Utanríkisráðherra hefði átt að leggja tillögu sína varðandi slit á aðildarumsókn Íslands fram á Alþingi. 

Í frétt í dag á Mbl.is tók formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason svo djúpt í árina að segja aðgerðir Utanríkisráðherra "stappa nærri landráðum" og átti hann þar við viðræður Gunnars Braga við Evrópusambandið til að árétta orðalag í bréfinu umtalaða.  Er ástæðan sú að bréfið og innihald þess kann að hafa vafist fyrir þeim sem það lásu.  Var jafnvel talað um að bréfið hefði ekkert gildi að það breytti engu um að Ísland sé enn talið umsóknarríki að ESB.  Hefði þurft að færa bréfið Ráðherraráði Evrópusambandsins til að afturköllunin gæti talist gild.  Tel ég að Ríkisstjórninni beri að ganga í skugga um að bréf þetta hafi tilætluð áhrif, að Íslandi verði tekið af lista yfir umsóknarríki.  Ef þörf krefur þarf ef til vill að skrifa annað bréf og þá til Ráðherraráðs ESB.

Ég vil segja að eftir því sem ég hef skoðað málið þá virðist leið sú sem Háttvirtur Utanríkisráðherra valdi til að draga umsókn Íslands að ESB til baka, vera lögum samkvæmt, en ekki brot á Þingræði eða lýðræði.  Að mati Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti hafði Ut­an­rík­is­ráðherra form­lega heim­ild til þess að koma fram fyr­ir Íslands hönd gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu um aðild­ar­um­sókn­ina. Hún sagði reyndar: "Full­kom­lega óeðli­legt var hins veg­ar að Ut­an­rík­is­mála­nefnd hafi ekki verið til­kynnt um það."  Aðgerðir Utanríkisráðherra eru að mínu mati fyllilega löglegar, ekki síst í ljósi þessa að Utanríkisráðherra reyndi að koma tillögunni fram á Alþingi fyrir ári síðan en stjórnarandstaðan bragst þá við með málþófi.  Var Þingsályktunartillagan "tekin í gíslingu" eins og hann komst svo vel til orða. 

Gunnar Bragi sagði í frétt í Mbl.is fyrr í dag að stjórnarandstaðan hafi sent Evrópusambandinu bréf þar sem ranglega var farið með "að ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009 lýsi ríkjandi afstöðu á Alþingi og hafi einhvers konar lagagildi sem ríkisstjórninni sé óheimilt að víkja frá.  Ekkert er fjær sanni.  Þessi álykt­un var samþykkt að frum­kvæði þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem þá sat og fól í sér póli­tíska stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við þau áform henn­ar að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Áhrif álykt­un­ar­inn­ar voru því fyrst og fremst póli­tísks eðlis en ekki laga­legs."  Fyrirvarar þeir sem fyrrverandi ríkisstjórn setti varðandi umsóknarferlið var að ef ríkisstjórninni leist svo á þá gat hún þá þegar slitið umsóknarferlinu.  Núverandi ríkisstjórn er því síður bundin af þessari ályktun fyrrverandi ríkisstjórnar.


mbl.is „Stappar nærri landráðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband