Engar byggingarframkvæmdir átti að leyfa áður en Rögnunefndin hefði skilað áliti sínu.
17.2.2015 | 18:38
Á Mbl.is í dag gefur að líta frétt þar sem greint er frá að í dag sé fundur hjá Borgarstjórn og til samþykktar sé framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Hlíðarendasvæðisins, sem þýðir að uppbygging getur hafist þar fljótlega. Þetta er mikill skellur fyrir velunnara flugvallarins og flesta landsmenn en skoðanakannanir hafa sýnt að um 80% prósent vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Svo virðist sem Degi B Eggertssyni sé að takast ætlunarverk sitt að koma hluta flugvallarins, neyðarflugbrautinni í burtu og hefja þar byggingarframkvæmdir. Það skrítnasta við þetta allt saman er að Dagur B. skipar sjálfur sæti í Röggunefndinni svokallaðri sem átti ma. að athuga hvort raunhæft væri að neyðarflugbrautin víki fyrir íbúða/atvinnubyggð. En sú nefnd hefur sem kunnugt er ekki skilað áliti sínu. Það var fastmælum bundið að engar framkvæmdir yrðu hafnar á Hlíðarendasvæðinu þar sem neyðarflugbrautin er nema Rögnunefndin hafi gefið samþykki sitt. Einnig hefur innanríkisráðherra ítrekað það í lok árs 2013 að flugbrautinni verði ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbrautin verði tekin úr notkun meðan Rögnunefndin er enn að störfum.
Það er dapurlegt að borgarstjóri sé þarna að leyfa að hefja framkvæmdir sem hefta mjög nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar. Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 12. þessa mánaðar að Skipulagi Hlíðarendasvæðisins má breyta þannig að allt fyrirhugað byggingarmagn Valsmanna verði staðsett þannig á svæðinu að neyðarbrautin geti áfram sinnt sínu mikilvæga öryggishlutverki. Borgarstjórnin ætti að kynna sér þessa sáttatillögu Hjartans í Vatnsmýrinni, kannski er þarna góð lausn á málinu. Það er betra að taka tillit til þeirra sem stunda starfsemi á flugvellinum og þarfa þeirra. Það er algjörlega forkastanlegt að Dagur B. ætli að gera að engu samkomulag sem hljóðaði uppá að engar framkvæmdir skuli hafnar fyrr en Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu. Og að ekki sé tekið mið af fjöldamörgum skoðanakönnunum sem sýna að yfirgnæfanlegur hluti landsmanna vilji flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni. En niðurrif neyðarflugbrautarinnar gæti verið fyrsta skrefið í brottnámi flugvallarins, þar sem aðgerðir sem slíkar þrengja mjög að starfsemi flugvallarins og rýra notagildi hans.
Kannski er þörf á inngripi stjórnvalda í þessu máli, innanríkisráðherra ætti að láta til sín taka í málinu.
Kær kveðja.
Segir Dag spilla friði í Rögnunefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.