Samhjálp er best til þess fallin að sjá um rekstur Gistiskýlisins á Lindargötu

Það eru dapurlegar fréttir á Mbl.is í gær, að á fundi velferðarráðs Reykjavíkur hafi verið ákveðið að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlis Samhjálpar á Lindargötu.  Samhjálp hefur rekið Gistiskýlið í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkur um árabil með miklum metnaði, þar er áherslan lögð á kristna trú og umhyggjusemi við náungann.  Samhjálp hefur verið rekin síðan 1972 með frjálsum fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja, útgáfu ýmiskonar kristilegs efnis eins og tónlistar og bóka og með sölu happdrættismiða ofl. Samhjálp er því ákaflega ódýr og skilvirk stofnun þar sem hún aflar fjármuna sinna að miklu leiti sjálf en hún nýtur einnig stuðnings Reykjavíkurborgar.

Rökin fyrir þessari ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans er með þessu að spara nokkra þúsundkalla í kostnað fyrir borgina.  Aðrar ástæður er mér ókunnugt um, en ég veit að vinstri meirihlutinn, bæði sá sem nú hefur völdin og sá sem var á undan þeim hefur sett sig á móti trúarinnrætingu barna í grunnskólum.  Það er þá að mínu mati ekki von til þess að þeir sem að þessari tillögu unnu hafi mikinn skilning á því að Samhjálp sé best treystandi til þess að reka Gistiskýlið.  Ekki síst í ljósi þess að starf Samhjálpar er rekið með Kristnum hugsunarhætti þar sem kærleikur Krists er sýndur í verki.  Gegn þessari tillögu borgarmeirihlutans tóku afstöðu borgarfulltrúar Framsóknar og Flugvallarvina ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks.  Í tilkynningu frá Framsókn og Flugvallarvinum segir "að Samhjálp hafi áralanga reynslu í rekstri gistiskýlisins með góðum árangri.  Ekkert gefi til kynna að Reykjavíkurborg geti sinnt þessu verkefni fyrir lægri fjárhæð eða með betri þjónustu en núverandi rekstraraðili.  Við teljum kost að leyfa frjálsum félagasamtökum að koma að rekstri úrræða til þess að auka fjölbreyttni og val þjónustuþega". 

En þær Sveinbjörg og Guðfinna hafa sett sig á móti ýmsu miður góðu sem vinstrimeirihlutinn hefur fundið upp á eins og niðurrif Neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar, þrengingu gatna í og við miðbæinn, þrengingu byggðar og svo mætti lengi telja.  Hafi þær þakkir fyrir.

Kær kveðja.


mbl.is Vilja ekki að borgin taki við rekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband