Heildaráhrif breytinga á virðisaukaskatti og niðurfelling vörugjalda eru jákvæð fyrir heimilin.

Samskvæmt frétt á Mbl.is og myndbroti sem henni fylgdi varð háttvirtum forsætisráðherra býsna heitt í hamsi er hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvars þingmanns Samfylkingarinnar.  Sagði Sigmundur reyndar "ef fyrirspurn skyldi kalla."  Því háttvirtur þingmaður Samfylkingarinnar fór óvægum orðum um verk ríkisstjórnarinnar, hvað varðar breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að ekki yrðu greiddar af hrægammasjóðunum svonefndu heldur með því að láta heimilin borga fyrir þær með hækkun á virðisaukaskatti á matvæli.  Sagði hann ennfremur "að hagur heimilana hafi versnað mjög frá síðasta kjörtímabili". 

Bragst forsætisráðherra við með ákveðni og góðri mælskulist, þar sem hann hratt til baka ummælum Helga Hjörvars, sagði hann ekki hafa farið rétt með neitt atriði rétt í ræðu sinni.   Sagði hann að ríkisstjórnin væri að lækka skatta en ekki hækka.  Ríkisstjórnin væri "að lækka álögur á heimili en ekki hækka sem síðsta ríkisstjórn hefði gert á allan mögulegan hátt".   Sagði Sigmundur að ríkisstjórnin færi skuldir heimilana niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða á ári.  Sem er ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn gerði, en hún notaði ekki tækifærið þegar gullið tækifæri gafst til þess að  lækka skuldir heimilana og hafi barist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja yfir á heimilin.

Ég er hjartanlega sammála Sigmundi Davíð.  Ríkisstjórnin er með skulda- lækkunar áformum sínum að koma í verk aðgerðum sem eru löngu tímabærar.  Engin ríkisstjórn hefur komið slíkum áformum í verk sem koma sér eins vel fyrir skuldug heimili svo ég viti.  Varðandi breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og hækkun matarskatts vil ég segja að  hækkun virðisaukaskatts á matvæli gæti við fyrstu sýn virst vera hækkun á álögur á einstaklinga og heimili.  En með nánari íhugun og með því að velta fyrir mér þessum málum þá tel ég að heildaráhrifin verði jákvæð fyrir heimilin og jafnvel einstaklinga.  Því á móti hækkunum á neðra þrepinu úr 7 í 12 prósent kemur lækkun efra þrepsins úr 25,5 í 24 prósent.  Í því þrepi eru innifaldar vörur eins og td. snyrtivörur. hreinlætisvörur klósettpappír, eldhúsrúllur og margt fleira.  Til mótvægis við hækkun matarskattsins svokallaða kemur svo að sykurskattur af matvælum verður lagður niður.  Ekki er mér kunnugt um nákvæmlega hvaða lækkun það skilar, fer það eftir hlutfallslegu sykurinnihaldi í matvörunum.  Samkvæmt frétt í vef Rúv 6 apríl á síðasta ári var hækkun sú sem sykurskatturinn hafi skilað á matvæli vera um 1-3 prósent.  Háttvirtur fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sagði nýlega að hækkun á matvæli vegna hækkunar á matarskatt yrði ekki 5 prósent eins og halda mætti heldur 2,5 - 3 prósent.  Trúi ég því vel, því til mótvægis við hækkun á matarskattinum kemur lækkun á vörum sem innihalda sykur.  Það eru býsna margar vörur og vöruflokkar matvæla sem bera þennan skatt.  En það eru td. mjólkurvörur eins og jógúrt sem innihalda viðbættan sykur, bakarísvörur eins og vínarbrauð, kökur og kex og að sjálfsögðu gos og sælgæti, jafnvel brauð sem inniheldur sykur og margt fleira.  Það sem gerir virkilega útskagið í lækkun útgjalda á heimilin og einstaklinga er svo niðurfelling vörugjalda sem mér skilst að skilað geti kringum 15-25prósent lækkun á fjöldamörgum vöruflokkum. 

Má þar nefna; rafmagnstæki, eins og sjónvörp, sjónvarpsflakkarar, hljóm- og myndlutningstæki, handfrjáls búnaður fyrir farsíma (25%).

Heimilistæki eins og eldavélar, ofnar, örbylgjuofnar, gasgrill, ísskápar, frystar, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkarar(20%)

byggingarvörur eins og gólfefni, teppi, flísar, baðker, salerni, handlaugar, blöndunartæki, heitir pottar(15%)

og margar aðrar vörur fyrir heimilið eins og ljós, lampar og ljósaperur, kertastjakar, hleðslurafhlöður(15%)

Það er klárt mál í mínum huga að jafnvel efnaminni fjölskyldur og einstaklingar þurfa oft að endurnýja ýmiskonar raftæki og kaupa vörur sem falla undir þennan lið.  Lækkunin á þessum vöruflokkum er það há 15-25  prósent eða meira að það þarf ekki að kaupa mikið af vörum sem falla undir þennan lið til þess að viðkomandi einstaklingur eða heimili hagnist af og að kaupmáttur fólks verði heldur meiri heldur en ef ekki væri farið út í þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin stefnir að hrinda í framkvæmd með bættan hag fólksins í landinu að leiðarljósi. 

Við megum vera þakklát fyrir núverandi ríkisstjórn.


mbl.is „Allt sem háttvirtur þingmaður sagði er rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég biðst afsökunar á að ég sagði tölvur og farsíma bera vörugjald, en það er að sjálfsögðu ekki rétt.  Hef ég nú leiðrétt það og bætt við helstu vöruflokkum sem bera vörugjald og hversu há prósentan er.

Steindór Sigursteinsson, 18.10.2014 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband