Gott að útvarpsstjóri sá sig um hönd, en best væri að Orð Kvöldsins fengi að vera áfram.

Ég vil lýsa yfir þakklæti mínu að útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson hafi séð sig um hönd og ekki tekið alfarið af dagskrá þætti sem innihalda bæn og stutta hugvekju hvern morgun.  Þættirnir sem til stóð að leggja niður voru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð Kvöldsins.  Útvarðsstjóri ákvað vegna margra óánægjuradda sem komu fram hjá þjónum kirkjunnar og öðru fólki að leggja bæna og hugvekjuþættina ekki niður heldur auka vægi þessara dagskrárliða og eiga þeir að heita; Morgunbæn og Hugvekja.  Það er að sjálfsögðu aðdáunarvert að útvarpsstjóri hafi hlustað á raddir þeirra sem alls ekki vildu missa þessa dagskrárliði, eins og aldraðir, sjúklingar og einstæðingar. 

Skilst mér að áfram eigi að útvarpa messum á sunnudagsmorgnum og sem fyrr ætlar RÚV að bjóða upp á veglega dagskrá um hátíðir sem tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna. Útvarpsstjóri hefur ennfremur ákveðið að hleypa af stokkunum þætti þar sem prest­ar þjóðkirkj­unn­ar, guðfræðing­ar og aðrir flytja hug­leiðing­ar um trú, menn­ingu og sam­fé­lag. Þátt­ur­inn verður á besta út­send­ing­ar­tíma strax eft­ir kvöld­frétt­ir á sunnu­dög­um.

Það eina sem mér finnst vanta upp á er að Orð Kvöldsins fái að vera áfram á dagskrá. Það væri leitt ef þessi þáttur yrði lagður niður því margir hafa vanist á að hafa þessa friðar og helgistund á kvöldin með lestri úr Orði Guðs.  Það eru margur sjúklingurinn eða þeir sem aldraðir eru sem njóta þessa þáttar á kvöldin því þeim er útvarpað í útsendingarkerfum sjúkrahúsa og elliheimila.  Leyfum öldruðum og sjúklingum að ganga til náðar með Orð Guðs í huga.

Kær kveðja.

 


mbl.is Biskup fagnar ákvörðun útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki nóg með það, mér skilst að nokkur trúfélög hafi haft umsóknir um þætti tilbúnar og séu að líma frímerkið á í þessum töluðu orðum. Við getum því átt von á því að innan skamms verði Ríkisútvarpið Rás Eitt ókeypis trúarleg útvarpsstöð þeirra 30+ trúfélaga sem hér starfa plús veður, dánarfregnir og fréttir. Stjórnarskráin virkar víst þannig að nú er ekki hægt að neita þeim um þætti. Gamla fólkið hefur varla tíma til að fara á klósettið ætli það ekki að missa af þessu vinsæla efni.  Svo lak víst að Píratar eru einnig að athuga með að skrá sig sem trúfélag svo þeir fái sinn tíma á öldum ljósvakans.

Hanna (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband