Kristin trú ætti að vera í hávegum höfð í Ríkisútvarpi allra landsmanna.
16.8.2014 | 00:07
Um áratugaskeið hafa þættirnir Orð Kvöldsins, Morgunbæn og Morgunandakt haft sinn fasta sess í dagskrá Rásar 1. En þar hefur Guðs orð fengið að hljóma ásamt bæn sem færir þeim sem á það hlusta styrk og uppörvun. Nýverið hefur dagsrárstjóri Rásar 1 Þröstur Helgason lýst yfir þeirri ákvörðun sinni að leggja þessa 3 dagskráliði niður alfarið og útvarpa í þess stað þátt sem á að fjalla um hin ýmsu trúarbrögð. Það er mikil hneysa að leggja eigi þessa dagskráliði niður því þessir þættir taka aðeins nokkrar mínútur i útsendingu og það er viss hópur fólks sem hlustar á þessa þætti eins og aldraðir og einstæðir og þessum þáttum er útvarpað í útsendingarkerfi sjúkrahúsa. Kristinni trú og gildum ber að sýna tilhlýðlega virðingu í þessum ríkisrekna fjölmiðli landsins sem kallaður er útvarp allra landsmanna. Löggjöf landsins ásamt grunnsiðferðisgildi þjóðarinnar eru byggð á Kristnum gildum og meirihluti landsmanna tilheyrir Kirstinni kirkju. Því ætti ekki að sópa kristinni trú eins og undir teppið í Ríkisútvarpi þjóðarinnar. Kristin trú er trú á almáttugan Guð, skapara himins og jarðar og son hans Jesúm Krist sem gaf líf sitt fyrir okkur svo við mættum í trúnni á hann öðlast eilíft líf. Við eigum ekki að blygðast okkar fyrir Kristna trú. Ég hvet dagsrárstjóra Rásar 1 til að eindurskoða þessa ákvörðun sína.
Vilja hafa hin kristnu gildi í heiðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Útvarp allra landsmanna á að vera fyrir alla landsmenn. Allir landsmenn eru ekki kristnir eða framsóknarmenn. Og að ætla útvarpi allra landsmanna að virða ein trúarbrögð eða einn stjórnmálaflokk umfram aðra er rangt. Það er móðgun og lítilsvirðing við þá sem hafa aðrar skoðanir eða trú. Grunnsiðferðisgildi þjóðarinnar og Kristnin gildi eru ekki mikils virði ef þau krefjast þess að þeir sem ekki tilheyra meirihlutanum séu lítilsvirtir.
Þó löggjöf landsins ásamt grunnsiðferðisgildum þjóðarinnar séu byggð á svokölluðum kristnum gildum og meirihluti landsmanna tilheyri kirstinni kirkju þá gefur það kristnum engan rétt til að telja sig eiga að njóta sérstöðu og fá einhvern forgang umfram aðra landsmenn.
Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 01:44
Það er mitt sjónarhorn á málinu að Ríkisútvarpið eigi að sýna kristinni trú tilhlýðlega virðingu þar sem hún hefur veruð stór hluti af menningu þjóðarinnar frá kristnitöku. Það er ekki til mikils mælst að haldið sé í þessa þætti sem ég talaði um, þeir taka aðeins nokkrar mínútur í útsendingu. Og því ætti Ríkisútvarpið að halda þessum útsendingum áfram fyrir þá sem líkar að heyra Orð Guðs lesið og bænir. Ríkisútvarpið er útvarpsstöð allra landsmanna því ætti hún að hafa eitthvað við hæfi sem flestra og ekki leggja niður þessa þætti.
Steindór Sigursteinsson, 16.8.2014 kl. 22:01
Fyllerí og drykkjulæti hafa einnig verið stór hluti af menningu þjóðarinnar frá kristnitöku. Það kallar ekki sjálfkrafa á virðingu og útvarpsþætti.
Það er til mikils mælst að ætla einum trúarhópi forgang í útvarpi allra landsmanna og á ekki að líðast í siðuðu þjóðfélagi. Ríkisútvarpið er útvarpsstöð allra landsmanna því ætti hún að hafa eitthvað við hæfi sem flestra án þess að veita einum hópi forréttindi.
Útvarp allra landsmanna á ekki að fá sekúndu í að lítilsvirða þá sem ekki tilheyra meirihlutanum. Vilji útvarp allra landsmanna útvarpa trúarefni þá ber því að gera öllum jafn hátt undir höfði.
Ríkisútvarpið á ekki að halda þessum útsendingum áfram fyrir þá sem líkar að heyra orð einhvers guðs lesið og bænir frekar en að útvarpa klámi fyrir þá sem likar að heyra það. Trúarklám, frekar en annað klám, á ekki heima í útvarpi allra landsmanna.
Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 23:49
Samkvæmt könnun á vef Útvarps Sögu eru tæpl. 88% ósammála ákvörðun dagskrárstjóra Rúv um að leggja niður þessa þætti með bænahaldi og lestri Guðs orðs, en um 10,4% sammála. Það er því hneykslanlegt að þessum nokkura mínútna þáttum skuli hætt með geðfullrafullri ákvörðun dagskrárstjóra án þess að bera það undir álit almennings. Þar er verið að halla á hlut meirihlutans. Yfir 90% Íslendinga vilja tilheyra kristnum söfnuðum. Það er ekki hægt að bera saman það að útvarpa þessum þáttum fyrir trúaða eins og að útvarpa klámi fyrir unnendur kláms. Því klám er ólöglegt í útvarpi og það er siðferðislega rangt. En kristin trú er einmitt vel til þess fallin að kenna okkur mun á réttu og röngu og að koma vel fram við náungann. Það að heyra Orð Guðs lesið bæn til Guðs ætti ekki að skaða okkurn mann.
Steindór Sigursteinsson, 17.8.2014 kl. 10:25
Þeir fáu sem hlusta á útvarp sögu eiga ekki að ráða dagskrá RÚV. Ef útvarpi sögu er svona annt um svona þætti þá er þeim frjálst að setja þá á sína dagskrá.
Það er ekki verið að halla á hlut meirihlutans með því að taka tillit til minnihlutans og meina meirihlutanum að lítilsvirða minnihlutann. Mannréttindi einskorðast ekki við meirihlutann.
En kristin trú er greinilega ekki vel til þess fallin að kenna okkur mun á réttu og röngu og að koma vel fram við náungann ef þeir sem á þessa þætti hafa hlustað og heimta áfram á útvarpi allra landsmanna sjá ekki hvílík lítilsvirðing þeir eru við aðra.
Það er siðferðislega rangt að gefa einum trúflokki sérstöðu í útvarpi allra landsmanna og siðferði og réttlætiskennd fólks sem það heimtar augljóslega ekki til eftirbreytni.
Vagn (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 13:16
Það er siðferðislega rangt að taka frá hópi fólks eins og öldruðum og sjúklingum þætti sem þeim líkar svo vel að hlusta á. Það er rangt að vegna þess að það fyrirfinnist einhverjir vantrúaðir sem líkar ekki bæn og lestur í Orði Guðs að geti krafist þess að trúarlegum útvarpsþáttum sé hætt í Ríkisútvarpinu. Ég hef ekki áhuga á íþróttum og mér líkar ekki við glæpa- myndir, en mér dettur ekki í hug að krefjast þess að slíkir dagskrárliðir séu felldir niður. Varðandi það sem þú sagðir að ekki ætti að gera einum trúflokki hærra undir höfði en öðrum vil ég segja: Bæn og lestur orðs Guðs hentar hinum ólíku kristnu söfnuðum í landinu Lútherskum, kaþólskum, Fríkirkjunni, Hvítasunnusöfnuðinum ofl trúarsöfnuðum. Það eru fleiri trúarhópar eins og múslimar og fólk búddatrúar ofl trúarhópar sem ekki byggja á kristinni trú, en það réttlætir ekki að þættir með kristnu ívafi séu lagðir niður í Ríkisútvarpinu. Ef ég flyttist til einhvers lands í mið- austurlöndum þar sem Búddatrúarfólk er í meirihluta þá mundi ég ekki krefjast þess að efni varðandi þeirra trú kæmi fram í útvarpi.
Steindór Sigursteinsson, 17.8.2014 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.