Aðild að ESB samrýmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Frá því að mótmælin stóðu sem hæst varðandi áframhald aðildarviðræðna við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu þar að lútandi, hefur hópur aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins orðið æ meira áberandi, með yfirlýsingum sínum um stofnun nýs stjórnmálaflokks.  En hann hefði það að meginmarkmiði að Ísland gerðist aðili að ESB og að áframhald aðildarviðræðna við ESB verði lagt í þjóðaratkvæði.  Síðastliðinn miðvikudag var undirbúningsfundur um stofnun þessa nýja stjórnmálaflokks sem hlotið hefur nafnið Viðreisn.  Á fundinn mættu um 200 manns.  Að sögn Benedikts Jóhannessonar, eins af talsmönnum flokksins hefur flokkur þessi ekki enn verið stofnaður  því "ekkert liggi á" og að "vanda þurfi undirbúninginn vel" og "fara þurfi yfir helstu málefnin og móta stefnuna."

Hópur sá innan Sjálfstæðisflokksins sem er fylgjandi inngöngu Íslands í ESB er aðeins tiltölulega lítill í samanburði við stærð flokksins í heild.  Að margra mati hafa ráðagerðir ESB sinna innan flokksins skemmt töluvert fyrir flokknum hvað fylgi varðar.  En það er eitt af sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins að innan hans rúmist fólk með nokkuð ólíkar skoðanir, en það er kannski hægt að segja að aðild að ESB samrýmist ekki gunnstefnu flokksins sem er; að staðið verði vörður um fullveldi landsins og sjálfstæði.  En stefna ESB- sinna er eins og kunnugt er að framselja fullveldi landsins og ákvarðanavald til Brussel.

Því er haldið fram af aðildarsinnum sem eru ma stjórnmálamenn og eigendur fyrirtækja, að ESB- aðild sé hagstæð almenningi á Íslandi sem og fyrirtækjum og þjóðarbúinu.  Málið er, eftir því sem margir halda fram að ESB- aðild hentar aðeins tiltölulega þröngum hóp fyrirtækja og innflutningsaðilum.  En almenningi í landinu hentar ESB aðild ekki og allra síst megin atvinnuvegum landsins eins og sjávarútveginum og landbúnaðinum.  Ég minnist þess þegar umræður stóðu sem hæst á Alþingi í tengslum við fyrirhugað slit á aðildarviðræðum við ESB að formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir tjáði sig í umræðu á Alþingi, að henni huggnaðist ekki innganga Íslands í ESB vegna þeirrar misskiptingar sem þar viðgengist.  

Það er ljóst að ríki innan ESB fóru ver út úr efnahagshruninu sem varð 2008 en ríka víðast hvar annars staðar.  Er ástæðan ma. annars sú að almannafé var notað til að bjarga bankastofnunum og evran sem er álitin af mörgum vera hagstæð í samanburði við krónuna vegna stöðugra gengis, er líka álitin af sérfróðum mönnum vera letjandi fyrir efnahag evruríkjanna og hafa valdið því að kreppan varð dýpri og varði lengur en ef ríkin hefðu haft sína eigin gjaldmiðla. Neyðarlögin svonefndu sem þáverandi forsætisráðherra setti 2008 voru eflaust það sem ollu því að afleiðingar bankahrunsins fyrir Íslenska ríkið urðu ekki verri en raunin var.   En Ísland hefði getað "sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin orðið þjóðargjaldþrot." svo vitnað sé í ræðu Geirs Haarde. 

Krafa ESB- sinna um þjóðaratkvæði um áframhald aðildarviðræðna  við ESB hefur verið mjög áberandi síðustu misseri.  Voru vissir stjórnmálamenn sem ýttu undir mótmæli almennings á Austurvelli gegn fyrirhuguð slitum ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum.  Snerust fjölmiðlarnir margir hverjir á sveif með aðildarsinnum með málflutningi sínum og áróðri.  Var gefið í skyn að þetta væri mikið þjóðþrifamál sem yrði að hrinda í framkvæmd.  En málið var að minnihlutinn vildi þarna þrýsta fram breitingu á ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kosin var af stórum hluta landsmanna einmitt vegna afstöðu viðkomandi flokka til evrópumálanna. En það er að aðild að ESB henti ekki hagsmunum Íslands. Það er rétt hvað lýðræðið landinu varðar að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fái að koma þeim málum í framkvæmd sem þeir eru kosnir til að gera. 

Þegar þing kemur saman í haust ætti að vera fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar að koma þingsályktunartillögu háttvirts utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar til framkvæmdar, varðandi slit á aðildarviðræðum við ESB.  Það er að mínu mati það eina rétta í stöðunni því það að viðræður séu í biðstöðu, setur Ísland áfram í stöðu aðildarríkis.  En það hefur margvísleg áhrif sem margir gera sér ekki grein fyrir eins og hvað varðar samningsstöðu vegna fiskveiðiheimilda, og óvissu um samningsstöðu vegna uppbyggingar á Norðurheimskautssvæðinu og margt fleira.

Ég vil árétta það enn og nú að aðild að ESB hentar engan veginn okkur Íslendingum.   En innganga Íslands í ESB myndi þýða að Íslenska þjóðin myndi:

 

1)  Missa yfirráðin yfir 200 mílna lögsögu sinni og fiskiskip annarra þjóða fá að veiða fisk í stórum stíl í Íslenskri lögsögu. 

2)  Íslendingar hafa ekki rétt til að gera fiskveiðisamninga eða viðskiptasmninga við önnur ríki. 

3)  Löggjafar og dómsvald færist yfir til Brussel sem útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands.

4)  Að sjálfstæðið sem Íslendingar og þáverandi stjórnmálamenn áunnu með staðfastri sjálfstæðisbaráttu, sem síðan fullnaðist 17 júní 1944, verði að engu gjört.

Íslendingar - stöndum utan ESB!

 


mbl.is Viðreisn undirbýr framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband