Kjósum inn nýjan meirihluta í Borgarstjórn - XD og XB.
31.5.2014 | 10:09
Ég horfði á kappræður oddvita framboðanna í Reykjavík til sveitarstjórnarkosninga, á Stöð 2 og Rúv í gærkvöldi. Fannst mér aðdáunarvert að hlusta á málflutning Sveinbjargar Birnu oddvita Framsóknar þar sem hún kom stefnumálum sínum fram af einurð og festu þar sem hún benti á að óraunhhæft væri að bjóða upp á lóðir til íbúðabygginga í Vatnsmýrinni vegna óvissu um eignarhald og hás lóðaverðs sem ekki myndi henta þeim efnaminni. Einnig fannst mér góður málflutningur Halldórs Halldórssonar oddvita lista Sjálfstæðismanna en hann benti á að auka þurfti lóðarframboð í borginni og að byggja þurfi litlar og meðalstórar íbúðir. Var hann eini oddvitinn sem vill lækka útsvar. Vildi hann skapa svigrúm til þess með bættum rekstri borgarinnar, en Sveinbjörg sagði um þetta mál "nei, ein markmiðið er já". Fannst mér sú ákvörðun hennar og lista hennar varðandi að Reykjavíkurflugvöllur standi óhreifður og ekki verði skertur að neinu leiti ákaflega rétt og mikilvægt fyrir þessar atvinnugreinir sem þarna eru. Fannst mér að þarna færi kona sem mun koma mörgu góðu til leiðar, komist hún í borgarstjórn, ákveðnin og dugnaðurinn eins og skein frá henni. Halldór Halldórsson virkaði einnig á mig sem heiðarlegur maður með raunhæfar lausnir varðandi rekstur borgarinnar. Sagði hann að flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni ef ekki finnst annar staður fyrir hann og að starfsemi flugvallarins verði ekki flutt til Keflavíkur.
Það er engin spurning í mínum huga: Kjósum þá flokka sem hafa raunhæfar lausnir í skipulgs og íbúðamálum og öðrum hagsmunamálum íbúa í Reykjvík. Krossum við XD eða XB í dag.
Gengið til kosninga í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.