Styðjum ekki við framboð sem vinna að brottnámi flugvallarins.

Ég vil hvetja Reykvíkinga til að kjósa ekki Samfylkinguna eða Bjarta framtíð, þar sem stefna þeirra er að taka neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar undir íbúðabyggð ásamt flugvallarsvæðinu Fluggörðum.  Þetta er það mikið þjóðþrifamál að Flugvöllurinn fái að standa áfram óbreyttur, því sé neyðarflugbrautin tekin undir íbúðabyggð  fellur Reykjavíkurflugvöllur niður í ruslflokk hvað öryggi og nýtingahlutfall varðar.  Er ekki ætlun mín að kasta rýrð á Það ágæta fólk sem í þessum framboðum er en staðreyndirnar tala.  Ennfremur er stefna þessara framboða að þétta byggð í og kringum miðborg Reykjavíkur, sem felur í sér þrengingu gatna, fækkun bílastæða og bílskúra.  Hefur verið talað um aðför að einkabílnum í því sambandi.

Mér finnst það mjög mikilvægt að styðja við framboð Framsóknarmanna og Flugvallarvina.  Þeir sem hagsmuna eiga  að gæta á flugvallarsvæðinu, og á ég þar við flugvallarvini, eiga að hafa sína fulltrúa í Borgarstjórn. það er algerlega fyrir neðan allar hellur að Borgaryfirvöld geti valtað yfir þá sem eignir eiga á flugvallarsvæðinu og eyðilagt fasteignir þeirra og starfsumhverfi.  En mikill fjöldi einkaflugmanna er með flugskýli í Fluggörðum og þar eru meðal annars flugskólar og aðrir flugrekstraraðilar.  Ég vona að framboð Framsóknar og Flugvallarvina fái aukið fylgi og nái inn 2 eða fleiri mönnum.

Kjósum XB vegna framtíðar Flugvallarins og til þess að ekki verði hrint í framkvæmd, deiliskipulagi sem felur í sér aðför að einkabílnum í Reykjavíkurborg. 


mbl.is Framsókn með einn mann í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband