Háttvirtur Forsætisráðherra er að vinna að bættum hag landsmanna.

Mig langar til þess að segja að ég er mjög ánægður með háttvirtan forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og ríkisstjórn hans.  Mér finnst hann vera að vinna mjög gott verk í þágu þjóðar sinnar, með undirbúningi niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána.  Hann og ríkisstjórn hans eru að vinna ötullega að þessu málefni, en ýmsir þingmenn bæði innan og utan  stjórnarandstöðu og aðrir aðilar eru að setja sig upp á móti þessum góðu áformum ríkisstjórnarinnar.

Viðskiptaráð Íslands tjáði sig um þetta mál fyrir stuttu og sagði að betra væri að nota þessa 80 milljarða í eitthvað annað, td að greiða niður skuldir ríkisins sem síðan gæti flýtt fyrir afnámi hafta.  En það er að mínu mati tími til kominn að illa staddir skuldarar fái smá leiðréttingu á sínum kjörum.  Það er augljóst mál að skuldaniðurfærslan gagnast illa stæðum heimilum mjög vel.  Það er vel skiljanlegat að Viðskiptaráð Íslands vilji að höftum verði aflétt sem fyrst, en það þarf að fara varlega í slíka framkvæmd, því hugsa ber um hag þjóðarinnar allrar og fólksins í landinu en ekki aðeins einstakra fyrirtækja.  Mig langar til að lýsa yfir þeim áhyggjum mínum; að bágt væri það ef þingsályktunartilllögu ríkisstjórnarinnar yrði hafnað á Alþingi og þetta þarfa þjóðþrífamál fengi ekki fram að ganga.  Það er nefnilega fólk í landinu með mjög lítiið fé yfir að ráða eins, og verkafólk og öryrkjar sem munar mjög mikið um þessa lækkun á útborgun húsnæðislána sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu færa.

Annað sem ríkisstjórnin hefur gert er að lækka skattprósentu lítillega á miðþrep launa, sem er mjög jákvætt.  Ríkisstjórnin hefur dregið úr veiðigjöldum sem voru allt of há og voru hækkuð mjög á tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.  Þessi gjöld hafa verið að sliga sum sjávarútvegsfyrirtæki, og er jafnvel þörf á að mínu mati að hagræða þessum gjöldum þannig að sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga í rekstrarerfiðleikum fái haldið velli.  Það er af og frá aðlíta beri svo á að ríkisstjórnin sé að taka tekjur frá ríkissjóð heldur er verið að forða mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum frá miklum rekstrarerfiðleikum og gjaldþroti, með fækkun starfa og fleiru sem því fylgir.

Ríkisstjórnin hefur líka stóraukið framlög til Landspítalans, miðað við tíð fyrverandi ríkisstjórnar.  Framlög til löggæslu hafa einnig verið aukin. Kjör öryrkja hafa einnig verið bætt nokkuð, en það er von mín að það sé aðeins byrjunin á þeirri vegferð að bæta kjör þessa fólks svo sómi sé að.

Ríkisstjórnin hefur líka boðað að aðildarviðræðum við ESB skuli slitið.  Er það gert með frumvarpi háttvirts utanríkisráðherra, en ekki hefur enn fengist tími til að ljúka umræðum um frumvarpið.  Og vil ég í leiðinni árétta að það er von mín að ríkisstjórnin komi þessu máli í gegn sem fyrst og slíti þessum viðræðum sem fyrrverandi ríkisstjórnarkom á, án samþykkis þjóðarinnar.  Það er að mínu mati alls ekki þjóðinni til hagsbóta að Ísland gangi í ESB.   Það hafa verið að koma fréttir í fjölmiðlum um skoðanir fólks úr ýmsum ríkjum innan ESB og er þar áberandi óánægja með evruna og í mörgum löndum er óánægja með evrópusambandið og yfirstjórn þess.


mbl.is 10 ástæður til að flytja til Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband