Góð stefnumörkun hjá lista Framsóknarflokksins og Flugvallarvina.
11.5.2014 | 00:21
Sveinbjörn Birna Sveinbjarnardóttir sem er efst á lista Framsóknar og flugvallarvina, tjáði sig á eftirfarandi hátt í frétt Mbl.is: "samþættingin hefur gengið mjög vel og við erum að ganga í sömu átt. Það mætti eiginlega segja að við séum að bíða eftir fyrsta ágreiningnum," En eins og flestum er kunnugt hefur Framsóknarflokkurinn teflt fram lista þar sem barist er fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hefur verið ákveðið að flugvallarvinir séu velkomnir inn á lista Framsóknar. Stefna listans í flugvallarmálinu er alger verndun Reykjavíkurflugvallar, þar með talið allar flugbrautir vallarins, öll aðstaða flugrekstraraðila og flugskýli sem eru á svæðinu.
Það er gott til þess að vita að framboð Framsóknarmanna í Reykjavík hafi tekið flugvöllinn upp á sína arma . Það er einnig baráttumál þeirra að ekki verði farið í óréttlætanlega og óraunhæfa samþjöppun byggðar á Reykjavíkursvæðinu með fækkun bílastæða og bílskúra og þrengingu margra gatna sem núverandi borgarstjórn hefur ráðgert að hrinda í framkvæmd. Listinn hefur líka fleiri mál á stefnulista sínum sem ég ætla ekki að útlista hér.
Mér líst vel á Sveinbjörgu Birnu sem skipar efsta sæti listans. Það er gott mál að listi Framsóknar skuli hafa komið í verk hugmyndum þeim sem fyrrverandi formaður Framsóknar kom með fyrir stuttu síðan og á ég þar við að standa vörð um flugvöllinn með hjálp flugvallarvina.
Það er augljóst að listi Samfylkingar og Vinstri grænna hafa það á stefnuskrá sinni að þétta byggð og taka land Reykjavíkurflugvallar smátt og mátt undir íbúða- og atvinnubyggð. Slíkar aðgerðir eru að sjálfsögðu algerlega óraunhæfar þar sem flugvöllurinn er bæði þjóðhagslega mikilvægur með innanlandsflugið, flugskólana og ýmsa starfsemi sem tengist fluginu í huga. Hann er líka öruggur út frá þjóðaröryggi hvað sjúkraflugið snertir og er neyðarflugbrautin einkar mikilvæg þar sem hún býður upp á lendingar þegar vindátt er óhagstæð til lendingar á öðrum brautum vallarins.
Góð samstaða með flugvallarvinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.