Þrengt að einkaframtakinu og einkabílnum í deiliskipulagi fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík.

Það hefur farið mikið fyrir umræðum í fjölmiðlum upp á síðkastið um fyrirhugaða þéttingu byggðar í og við miðborg Reykjavíkur.  Er stefnan sú að almenningssamgöngur og reiðhjólið fái meira vægi í umferðinni í miðborginni.  Er það ætlun Borgarstjórnar að þétta byggð, fækka bílastæðum en auka á sama tíma aðgengi reiðhjóla svo fólk geti nýtt sér betur þann umhverfisvæna ferðarmáta.  Eru það einkum þrjú svæði þar sem byggð verður þétt, er það Vatnsmýrin, Elliðavogur og svæðið við gömlu höfnina.  Hætt hefur verið við umferðarmannvirki eins og mislæg gatnamót, götur hafa verið þrengdar.  Er þetta gert í þeirri trú að almenningur muni draga úr notkun einkabílsins en nýta sér þess í stað strætó eða að bregða sér á reiðhjól. 

Stefnt er að lokun svonefndra Fluggarða með allri starfsemi sem þar er, en reisa þar íbúðabyggð þar sem verða meðal annars stúdentaíbúðir og reiðhjólastígar, svo nemendur í HÍ geti hjólað í og úr skóla.  Í miðbænum hefur ma verið þrengt að kaupmönnum þar með lokun hluta Laugarvegarins og Skólavörðustígarins fyrir akandi umferð á sumrin og hafa bílastæðagjöld verið hækkuð.  Talað er um að áætlun Borgarstjórnar sé ekki þétting byggðar heldur þrenging byggðar, því þrengt er að íbúum vesturhluta borgarinnar og lífsgæði þeirra skert í sumum tilvikum.  Hið nýja borgarskipulag nýtist yngra fólki best sem ekki er með fjölskyldur, því almenningssamgöngur henta yfirleitt ekki fjölskyldufólki.  því vinnutími er yfirleitt langur hjá fjölskyldufólki og það er þess vegna oft í kapphlaupi við tímann að koma börnunum sínum á milli skóla eða í tómstundir eða að versla og að bíða eftir strætó og fara með honum langar leiðir er ekki fýsilegur kostur.  Það er alls ekki tímabært að fólk fari í stórum mæli að hætta að nota einkabílinn en snúi sér þess í stað að almenningssamgöngum og reiðhjólanotkun.

Er ætlun Borgarstjórnar að smátt og smátt að yfirtaka Reykjavíkurflugvöll fyrir íbúða og atvinnubyggð.  Er yfirtaka fluggarða á næsta ári, fyrsta skrefið í þá átt.  En þar eru reknir nokkrir flugskólar, minni flugfélög og einkaflugmenn eru þar allmargir með vélar sínar.  Lítið sem ekkerti hefur verið haft samband við þinglýsta eigendur fasteigna á svæðinu og ekki hefur verið fundinn staður undir þessa starfsemi.

Í vor verða sveitarstjórnarkosningar, þá hafa Reykvíkingar færi á að velja þá frambjóðendur sem fara vilja með málefni deiliskipulags Reykjavíkurborgar af skynsemd og leyfa Reykjavíkurflugvelli að vera áfram aðalsamgönguhlekkurinn við landsybggðina og þyrma lífvænlegum atvinnugreinum eins og flugkennslu og flugi. Ásamt því að gæta hófs í þéttingu byggðar með lífsgæði íbúa Reykjavíkur og atvinnumöguleika í huga.

Með kærri kveðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband