Í fréttatímum Stöðvar 2 og Rúv var fjallað um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Var þar fullyrt að Íslendingar mundu sennilega komast hjá því að fiskveiðiskip ESB myndu veiða í Íslenskri lögsögu þrátt fyrir inngöngu Íslands í ESB og að Íslendingar kæmust hjá því að erlendir aðilar fjárfestu í Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Var sagt að upptaka Evru myndi stórauka hag landsmanna og að kostirnir við upptöku Evru vægju þyngra en ókostirnir.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður og formaður Heimssýnar gagnrýndi skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ. Sagði hún hálfsannleik koma þar fram og að í raun sé þetta "skýrsla óþekkta embættismannsins" þar sem vitnað er í nafnlausa embættismenn ESB og tveggja manna tal. Sagði Vigdís að í skýrslunni komi fram að ósamstaða hafi verið í fyrri ríkisstjórn og ekki hafi verið hægt að opna ýmsa viðræðukafla vegana fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar.
Ég vil segja að þessi skýrsla virðist ekki vera mikið mark á takandi vegna þeirra annmarka sem á henni eru; að ekki er vitnað í hverjir innan ESB hafi tjáð sig og að sögn Vigdísar var engin heimildaskrá sem fylgdi skýrslunni sem fylgja þarf ef skýrsla á að vera vel og faglega unnin. Vigdís sagði líka að komið hafi fram í skýrslunni að ástæðan fyrir því að ekki var hægt að opna ýmsa viðræðukafla væri vegna fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar og sagði hún það fjarstæðu að ætla núverandi ríkisstjórn sem er á móti inngöngu í ESB að halda viðræðunum áfram.
Vil ég taka undir með Vigdísi að skýrsla þessi virðist ekki faglega unnin þar sem vitnað er í ónafngreinda embættismenn innan ESB og að tilvitnanaskrá vantar. Skýrsla Hagfræðistofnunar Hí var hins vegar mjög fræðilega og vel unnin, þar kom fram að engar varanlegar undanþágur eða undanþágur sem máli gætu skipt fyrir Ísland væru í boði.
Kær kveðja.
Skýrsla óþekkta embættismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er elgjörlega sammála þér.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2014 kl. 22:17
Algjörlega!!!
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2014 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.