Háttvirt Ríkisstjórn - ekki samþykkja neina hjáleið Stjórnarandstöðunnar varðandi ESB málið.

Það er deginum ljósara nú eftir að umræður á Alþingi hófust á ný um þingsályktunartillögu háttvirts utanríkisráðherra, að stjórnarandstaðan hefur stundað málþóf og mikið er um neikvæðar athugasemdir í garð ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Ég fylgdist með umræðum á Alþingi í gær í sjónvarpinu og sá að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru margir hverjir óvægnir í ummælum sínum um háttvirtan Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra og fleiri ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Fannst mér það jaðra við persónulegt níð.   Ég var ánægður með að Háttvirtur Forsætisráðherra var fastur fyrir í málflutningi sínum og lét í engu bifast af ásökunum stjórnarandstöðunnar þegar afturköllun ESB umsóknar bar á góma.

Ég vil hvetja forsætisráðherra, Sigmund Davíð og fleiri ráðherra sem með þetta mál fara að falla ekki frá ákvörðun sinni um að slíta aðildarviðræðum við ESB.  Ríkisstjórnin hefur fullt umboð til að koma þingsályktunartillögu sinni um viðræðuslit í framkvæmd.   Þar sem þetta mál var samþykkt á landsfundum beggja stjórnarflokkana og er eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar sem skráð er í stjórnarsáttmálanum.

Mig langar til að segja:  Hjáleið hefur verið boðin af hálfu Vinstri Grænna sem hljóðar upp á að aðildarviðræðum verði ekki slitið heldur verði aðildarumsóknin áfram á ís þangað til rétt fyrir enda þessa kjörtímabils en þá verði kosið um áframhald aðildarviðræðna.   Er ætlun Vinstri Grænna að ríkisstjórnin setji aðeins út þetta kjörtímabil, og að því loknu taki vinstri stjórn aftur við sem leiða mun þjóðina aftur í átt að inngöngu í ESB ?  Ég vil vara Háttvirta Ríkisstjórn við að samþykkja þessa tillögu Vinstri Grænna, sem er málamiðlun sem felur ma. í sér að Ísland verði áfram lagalega séð umsóknarríki að ESB.  Þessari ESB umsókn sem fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna þröngvaði upp á þjóðina, án atvæðagreiðslu, ætti að vera dregin til baka af núverandi ríkisstjórn á lögformlegan hátt með samþykkt Alþingis.  Því þessi umsókn var fullkomlega ólögmæt þar sem hún var í andstöðu við vilja þjóðarinnar, þar sem skoðanakannanir þá og ætíð síðar hafa leitt í ljós að þjóðin vill ekki aðild að ESB.

Það er skoðun mín að stjórnarandstaðan og ESB sinnar séu að reyna að koma styggð á hjörðina sem er fólkið í landinu, sem hún - fyrrverandi ríkisstjórn eitt sinn hafði yfirráð yfir og hafði sett á hana hlekki ESB umsóknarinnar.  Nú eru ESB sinnar og Stjórnarandstaðan að hlaupa til hliðar við vagninn sem hjörðin er nýlega komin upp í og er stjórnað af Sigmundi, Bjarna og fleirum ráðherrum.  Þeir hafa tekið hana upp á sinn verndarvæng - þjóðina, og bjóða henni lausn frá ánauð ESB aðildar og laganetsins sem aðildarumsóknarferlinu fylgir og eru þeir að koma á umbótum hjá hjörðinni - í landinu, bæði efnahagslega og á öðrum sviðum.  Stjórnarandstaðan og ESB aðdáendur gera nú allt hvað þeir geta til að koma styggð á hjörðina með hrópum og köllum sem þeir beina til þeirra Bjarna og Sigmundar og reyna að fá sauðina til að stökkva út af vagninum, og í átt til þeirra sem bjóða þeim áframhaldandi tryggð við ESB umsókn og hlekki ESB aðildar. 

Kær kveðja.

 


mbl.is Engin niðurstaða af fundi formanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður málflutningur, Steindór!

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 14:20

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Jón.  Það er alltaf gott að fá smá hvatningu og hrós!  Mér finnst mikilvægt að styðja við málstað ríkisstjórnarinnar og þess fólks í landinu sem ekki vill ESB aðild og finnst þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna vera óþarfar.  Raddir þeirra og sjónarmið fá víst alltof sjaldan að heyrast á Sjónvarpsstöðvunum  Rúv og Stöð 2 og svo Fréttablaðinu.  Því vil ég leggja mitt af mörkum til að koma sjónarmiðum mínum og þeirra sem finnst Þjóðinni best borgið utan ESB, á framfæri.  Jafnvel þótt það séu hugsanlega aðeins nokkrir tugir fólks sem lesa það.

Steindór Sigursteinsson, 11.3.2014 kl. 15:20

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært hjá þér. Við þurfum að eiga fleiri svona menn.

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband