Það er slæmt ef þvinga á áframhaldandi ESB aðildarviðræðum upp á ríkisstjórnina..

Ríkisstjórnarflokkarnar unnu hérna yfirburða sigur í síðustu alÞingiskosningum 27 apríl 2013.  Var það eitt af aðalstefnumálum þeirra að ekki skildi gengið lengra í aðildarviðræðum við ESB, enda báðir flokkar  á móti aðild.  Ríkisstjórnin hefur á þessum tíma sem hún hefur verið við völd í hartnær 1 ár komið til vegar nokkuð betri efnahag en verið hefur undanfarin ár.  Ríkisstjórnin hefur, ákveðið að auka framlög til Landspítalans um 3 milljarða og aukið framlög til ýmissa málaflokka sem eiga að létta líf og greiðslubyrði almennings, um 460 milljarða ofl.  Nú er umræðan í fjölmiðlum og á meðal margra landsmanna að ríkisstjórnin sé að standa sig illa og er ástæðan sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætli að stöðva aðildarviðræður við ESB og láta tímann leiða í ljós hvort áhugi skapast fyrir inngöngu í ESB sem síðan mundi kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu.  Óttast ESB aðildarsinnar að ESB muni ekki samþykkja Ísland sem umsóknarríki ef viðræðum hefur verið slitið. 

Mig langar til að segja að  ríkisstjórnin er að standa sig vel, það er gott að ríkisstjórnin stefni að hallalausum ríkisrekstri og að atvinnuleysi fer minnkandi.  Það er leitt að stofnað sé til mótmæla gegn ríkisstjórninni og ákvörðun hennar að slíta aðildarviðræðum.  Það er ein af áætlunum ríkisstjórnarinnar sem er vel ígrunduð, að stefna að því að Ísland standi utan ESB, enda er það skoðun ríkisstjórnarinnar að það sé þjóðinni heillavænlegast.  Háttvirtur forsætisráðherra sat fyrir svörum í úundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi áðan, og sagði hann eitthvað á þá leið: að atvinnuleysi væri nú mjög lítið á Íslandi sem væri ekki raunin í ríkjum ESB þar sem  væri jafnvel 50% atvinnuleysi á meðal ungs fólks.  Sagði hann að það væri ekki hægt að ríkisstjórn sem er á móti inngöngu í ESB skuli standa i aðildarviðræðum.  Hefur ríkisstjórnin myndað sér fastmótaða skoðun á því að landi okkar er best borgið utan við ESB.  Sagði Sigmundur að ef vilji Alþingis og landsmanna skapaðist fyrir aðild þá yrði stofnað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mér finnst leitt að aðildarviðræðunum sem var þvingað upp á þjóðina af fyrrverandi ríkisstjórn 2009, eigi nú að þvinga upp á land okkar og ríkisstjórn.  Stjórnarandstaðan og velunnarar ESB hafa æst fólk upp í móti ríkisstjórninni svo nú er mótmælt nánast daglega á Austurvelli.  Helstu fjölmiðlarnir eru mjög hliðhollir Samfylkingunni í fréttaflutningi sínum og á ég þar við Stöð 2, Rúv og Fréttablaðið.  Finnst mér að verið sé að kaffæra boðskap þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi landsins.  Sjónarmið þeirra sem finnst þjóðaratkvæðagreiðsla ekki tímabær núna og að aðildarviðræður sem enginn vilji sé fyrir séu ekki til góðs, fær sjaldnast að koma fram í fjölmiðlum.  Má segja að þessar raddir hrópi hjáróma einhverstaðar í skúmaskotum, á vefmiðlum og bloggsíðum.  Er ekki annars von þar sem flestir fjölmiðlarnir eru fylgjandi ESB aðild (að ég tel).

Ég vil árétta með núverandi ríkisstjórn og þeim sem vilja að Ísland sé áfram sjálfstætt ríki og án erlendra yfirráða að:  Höfum við eitthvað við það að gera að afsala okkur fyllveldi okkar og framselja ákvarðanavaldi íslenskra stjórnvalda til Brussel.  Að afsala okkur 200 mílna landhelgi sem ríkisstjórnir fyrr á tímum komu í gegn með samtakamætti, kjarki og frumkvæði.  Viljum við eins og sumar þjóðir sem ESB tilheyra láta nægja 12, eða í mesta lagi 24 eða 30 mílna landhelgi ?  Og láta fiskveiðiskip annarra aðildarþjóða fá að veiða þar sem við eitt sinn höfðum 200 mílna landhelgi ?  Innganga í ESB myndi valda því að okkur væri meinað að gera af eigin forsendum viðskiptasamninga og fiskveiðisamninga við önnur lönd og ef ég tala nú ekki um að ákveða fiskveiðikvóta okkar.


mbl.is Reisa girðingar vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband