Gott er að leggja ástandið hjá þjóð okkar í hendur Guðs.

Árið 2009 lét þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vinstri öflin hrinda sér af stalli. Samfylkingunni tókst með hjálp Vinstri Grænna að troða ESB umsókn upp á þjóðina, sem var á móti aðild.  Samfylkingin kaffærði þarna meirihluta landsmanna sem ekki vildi aðild að Evrópusambandinu.  Nú virðist það sama vera í farvatninu hjá stjórnarandstöðuflokkunum og ESB sinnum.  Látið er í veðri vaka að ríkisstjórnin sé óhæf og sé að svíkja gefin fyrirheit, og að best sé að hún dragi til baka ákvörun sína að slíta aðildarviðræðunum sem fyrrverandi ríkistjórn stofnaði til.  Að sjálfsögðu er ríkisstjórnin aðeins að framfylgja Stjórnarsáttmálnum sem gerður var 2013.

Við kjósendur sem viljum ekki aðild að ESB og kusum Ríkisstjórnarflokkana ma. vegna þessa, eigum líka rétt á að okkar málstaður nái fram að ganga.  Núverandi ríkisstjórn ætti nú ekki að láta Stjórnarandstöðuna og ESB sinna neyða sig til að samþykkja áframhaldandi viðræður við ESB.

Ég sem tel mig trúaðan mann vil hvetja fólk til þess að biðja fyrir Landi og Þjóð og fyrir Ríkisstjórninni sem hlýtur að hafa erfiða daga á þessum tímum ólgu og mótmæla.  Það þarf enginn að skammast sín fyrir að trúa á Jesúm Krist.  Stjórnmálamönnum þessa lands vil ég benda á að farsælast er að koma með málefni líðandi stundar til Guðs sem skapað hefur alla hluti og sem getur breytt hlutum fyrir bæn.  Það eru mörg vandamál í þjóðfélaginu sem þarfnast úrlausna.  Og gott er að koma með vandamálin til hans sem valdið hefur, og fær er um að leysa úr málum.  Í Biblíunni, Guðs orði stendur þetta um bæn:   "Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir , til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.  Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum."  1 Tímóteusarbréf 2:1-4  Og ég vil bæta við öðrum góðu ritningarstað:  "Gjaldið engum illt fyrir illt.  Stundið það sem er fagurt er fyrir sjónum allra manna.  Hafið frið við alla menn að því leyti sem sem það er unnt og á yðar valdi."  Rómverjabréfið 12:17-18


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband