Stjórnarandstaðan reynir að spyrna við fótunum til að hindra slit á aðildarviðræðum.
26.2.2014 | 20:07
Eins og alþjóð veit snúast umræður á Alþingi nú mjög um tillögur ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við ESB. Er óhætt að segja að rætt sé af miklum hugmóð og kappi. Báðir aðilar hyggjast koma sínum markmiðum fram, sem er að hálfu stjórnarandstöðuflokkana að halda aðildarumsókn opinni og að hálfu ríkisstjórnarflokkanna að slíta viðræðum.
Staðreynd málsins er sú að aðildarumsóknin að ESB var lögð fram án þess að vilji þjóðarinnar væri fyrir aðild, Samfylkingin fékk Vinstri græna með sér til að hefja aðildarviðræður við ESB. En Vinstri græn vildu ekki aðild heldur vildu aðeins fá að "kíkja í pokann" að viðræðum loknum.
Aðildarviðræðurnar voru ekki viðræður heldur aðlögunarferli að regluverki ESB. Á vissum tímapunkti í viðræðunum varð ekki lengra komist því breytingar þær sem ESB kröfðust í aðlöguninni voru farnar að ganga lengra en Íslensk löggjöf og og stjórnarskrá Íslands leyfði. Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýsir því yfir á bloggsíðu sinni að sjávarútvegskaflinn hafi enn ekki verið opnaður því hann kallar á að ákvarðanavald yfir Íslenskum sjávarútveg, þar á meðal leyfilegt hámark veiða, tæknilegar varúðarráðstafanir, markaðsmál, skipting kvóta á milli aðildarríkja og fleiri atriði, verði alfarið framseld til Brussel. það er að hans sögn ekki hægt að ljúka viðkomandi kafla nema Íslenska samninganefndin samþykkji að framselja yfirráðarétti viðkomandi atvinnuvegs til ESB. Það er ekki þannig að kaflar séu opnaðir og farið sé yfir málin og síðan komist að ásættanlegum samningum eins og margir halda fram.
Að sögn Jóns Bjarnasonar voru aldrei um að ræða einhverjar sér undanþágur fyrir Íslendinga og að ef undanþágur voru veittar umsóknarríki voru þær aðeins tímabundnar.
ESB vinnur á þann hátt að rýniskýrsla er lögð fram bæði af hálfu ESB og umsóknarríkis þar sem sambandið metur mismun á regluverki ESB og umsóknarríkis. ESB metur síðan hvort umsóknarríki sé hæft eða tilbúið til aðildar. Þeir kaflar sem eftir voru í aðildarferlinu voru þeir sem snertu undirstöðuatriði Íslensks atvinnulífs sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. En ESB leggur það til grundvallar að þegar þessir kaflar eru opnaðir að umsóknarríki ákveði að framselja ákvörðunarvald viðkomandi málaflokks til ESB. Á það stig voru viðræðurnar komnar 2012 og ekki varð lengra komist því til að ganga frá viðkomandi köflum varð breyting á Stjórnarskrá Lýðveldisins að koma til. Rýniskýrsla ESB varðandi Sjávarútveg var ekki komin fram þegar viðræður voru settar á ís. Það varð ljóst að þær forsendur sem gengið var út frá 2009 voru brostnar, aðlögunin myndi kosta meira en hugmyndir fyrrverandi ríkisstjórnar voru þegar umsóknin var send inn. Í grundvallaratriðum var hugmynd fyrverandi ríkisstjórnar að senda inn umsókn, hefja aðildarviðræður og síðan að kíkja í pokann til að sjá hvað væri í boði, en raunin var önnur.
Eins og aðildarumsóknin var send inn á borð ESB 2009 án þess að þjóðin fengi að tjá sig, og ljóst var í skoðanakönnunum að vilji þjóðar lægi ekki fyrir aðild. Er það að ég tel ekki skilyrði að núverandi ríkisstjórn stofni til atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, viðræðna sem voru gerðar í óþökk þjóðar.
Ekki er rétt að stofna til sýndarviðræðna þar sem vilji ráðamanna og reyndar vilji þjóðarinnar fylgir ekki máli.
Minnihlutinn ræður ekki dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.