Ríkisstjórnin ákveður að taka af skarið og gera það sem þjóðinni er fyrir bestu.

Umræðan um ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum og á vörum landsmanna síðustu daga.  Sýnist sitt hverjum og hafa ESB aðildarsinnar talað um að ríkisstjórnin sé með þessu að halda landi okkar frá þeirri velgengni sem þeir telja að aðild að sambandinu feli í sér.  En þeir sem þetta mál hafa kynnt sér vita að svo er ekki, því að atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks er einstaklega mikið í allmörgum ríkjum ESB.  Og ríki Evrópusambandsins fóru flest ver út úr kreppunni, sem gengið hefur yfir síðustu 5 ár, en ríki annars staðar í heiminum.  Hafa sérfræðingar sem um þetta hafa fjallað, jafnvel sagt að þessu sé að kenna gjaldmiðlinum Evrunni og efnahagsstjórn þeirri sem tíðkast í Evrópusambandinu.

Mér finnst ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera að gera það rétta í þessu máli með því að stöðva aðildarumsókn þessa.  Mér fannst Bjarni Benediktsson efnahags og fjármálaráðherra, komast vel að orði í þættinum: Ísland í dag, nú í kvöld þar sem hann sagði að það væri rétt að ganga hreint til verks og láta ESB ekki lengur í óvissu.  Að ekki væri vilji ráðherra ríkisstjórnarinnar á inngöngu né vilji landsmanna fyrir aðild að ESB og því væri þetta hið eina rökrétta að gera.  Sagði hann ennfremur að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna án vilja þjóðar og Alþingis væri visst "flækjustig" sem væri ómögulegt að vinna úr ef niðurstaðan yrði áframhald viðræðna.  Enda er það að sögn ESB skilyrði fyrir aðildarumsókn að vilji Alþingis fylgi þar máli.

Mér finnst að fylgjendur aðildar þar á meðal þingmenn stjórnarandstöðuflokkanahafa viðhaft mörg stór orð um ríkisstjórnina  nú eftir að ákvörðun hennar var tilkynnt.  Eru ráðherrar hennar sakaðir um að steypa þjóðinni í ógæfu hvað efnahag og viðskiptatækifæri varðar.  Er þessu lýst eins og Íslendingar séu með þessu jafnvel að missa af möguleikanum á geta notið efnahagslegrar velgengni jafnfætis hinum Evrópuþjóðunum.  Að Ísland verði skilið eftir í einhverskonar einangrun útilokað frá samstarfi við innri markað Evrópu.  Þetta fólk gleymir því að fátækt er mjög mikil í mörgum aðildarríkjum ESB og hátt atvinnuleysi er eins og landlægt í ríkjum Sambandsins, eins og á Spáni þar sem atvinnuleysi á meðal ungs fólks er gríðarlegt.

Ég vil og geta þess að ég er í Sjálfstæðisfélaginu Kári í Rangárvallasýslu og ég er mjög ánægður með að félag mitt og fleiri Sjálfstæðisfélög hafa lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um slit á aðildarumsókn að ESB.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við þingflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband