Það var betra að ganga beint til verks og stöðva aðildarviðræðurnar.

Eins og komið hefur fram á fjölmiðlum þá samþykktu Ríkisstjórnarflokkarnir í gær tillögu þess efnis að slíta aðildarviðræðum við ESB, og var tillaga þessi lögð fyrir Alþingi í gærkvöldi.  En tillagan felur það einnig í sér "að ekki verði sótt um aðild að ESB á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það".

Ég tel það rétt hjá ríkisstjórnarflokkunum að taka af skarið og stöðva aðildarviðræðurnar eða réttara sagt aðildarferlið að ESB.  Þessi slit á viðræðunumr eru ekki svik á stjórnarsáttmálanum því í honum stendur:  "Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðrænanna og þróun mála innan sambandsins.  Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni.  Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."  Það er ekki skrifað að aðildarviðræðum verði ekki slitið þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.  Heldur að málið verði ekki tekið upp aftur nema að aðstæður hugsanlega breytist hjá Evrópusambandinu og að áhugi skapist þar hjá Alþingi og þar með Íslensku þjóðinni á inngöngu í sambandið. 

Ég tel að ráðherrar ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Gunnar Bragi og fleiri ráðherrar hafi sýnt þarna röggsemi og kjark, að slíta viðræðum.  Það er að ég tel ekki þjóðinni fyrir bestu að gengið verði í ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt væri um hvort landsmenn vildu halda áfram aðildarviðræðum við ESB væru villandi, þar sem fólk telur margt hvert ennþá að aðeins sé verið að ræða málin og að semja um einhverja vænlega kosti og undanþágur fyrir þjóðina í ýmsum mikilvægum málum sem lúta að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar eins og í Sjávarútvegi og Landbúnaði.  Slíkar undanþágur og sérsamningar eru að sjálfsögðu ekki til þar sem í þeim tilfellum þar sem þjóðir í aðildarviðræðum hafa fengið undanþágur eru það yfirleit  atriði sem er svo miklu minni í sniðum og léttvægara en þeir hagsmunir sem Íslenska þjóðin hyggst verja varðandi Sjávarútveginn og fleiri auðlindir.  Og þær undanþágur eru eftir því sem ég hef heyrt ekki varanlegar og geta breyst. 

Ég tel að ef kosið væri um áframhald viðræðna næsta vor myndi það hugsanlega enda með áframhaldi viðræðna (aðildarferlis).  Sem væri mjög bagalegt því í þessar viðræður færi mikill tími ráðamanna og mikill kostnaður hlytist af þessu, sem við skattgreiðendur yrðum að borga.  Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þar á meðal utanríkissráðherra Gunnar Bragi Sveinsson eru að sjálfsögðu algerlega andvígir slíkum viðræðum eða aðlögun að ESB, enda skilja þeir vel að þjóðinni er ekki til góðs að framselja framkvæmdavald sitt, þar á meðal stjórn fiskveiða og gerð viðskiptasamninga til erlends stórveldis.  Ísland er mjög fámennt land með mjög miklar auðlindir af náttúrunnar hendi og það er þess vegna þjóð okkar í hag að Ísland standi utan ESB.


mbl.is Ákveðið að slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband