Mismunandi niðurstöður skoðanakannana Gallup og Stöðvar 2.
1.2.2014 | 20:59
Ég var að horfa á fréttatíma Stöðvar 2 og síðan fréttatíma Rúv þar á eftir. Þar voru birtar niðurstöður tveggja skoðanakannana var sú fyrri unnin af stöð tvö 23 janúar en hin var unnin af Gallup 3 til 29 janúar. Var fréttin á Stöð 2 öllu neikvæðari í garð ríkisstjórnarinnar, sagt að fylgi hennar hafi dregist saman að fylgi Framsóknar væri 15,1% og fylgi Sjálfstæðisflokks hafi reyndar styrkst og væri rúm 30%. Í fréttatíma Rúv var hins vegar sagt að fylgi ríkisstjórnarinnar hafi styrkst nokkuð frá síðustu skoðanakönnun sem gerð var fyrir mánuði síðan. Mældist fylgi Framsóknar 18,4% og Sjálfstæðisflokks 26,9%. Niðurstöður fyrri skoðanakönnunarinnar má að nokkru útskýra vegna þess að ríkisstjórnin var þá ekki búin að birta niðurstöður starfshóps um afnám verðtryggingar á húsnæðislánum.
Mér finnst að það sé töggur í Framsóknarflokknum og háttvirtum forsætisráðherra Sigmundi Davíð. Hann er að koma í gegn stórkostlegum aðgerðum sem eru niðurfelling höfuðstóls húsnæðislána og aðgerðir til að minnka vægi verðtryggðra lána og hugsanlega seinna að banna þau alfarið. Ég er reyndar flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum, en mér finnst ástæða til að styðja við bakið á Sigmundi og flokk hans því mér finnst hann og flokkur hans vera að standa sig vel. Gott fyrir Bjarna og flokk hans að hafa flokk í stjórnarsamstarfi sem er svona ötull við að koma baráttumálum ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Og ötul andstaða flokksins gegn ESB aðild kemur sér líka vel.
Ég met Bjarna líka mjög mikils, finnst hann einbeittur og útsjónarsamur að halda um stjórnartaumana í fjármálum ríkisins. Að koma til móts við ýmsar þarfir í þjóðfélaginu eins og að auka fjárveitingar til Landspítalans um 3 milljarða eftir langan niðurskurðartíma, að lækka ýmis gjöld til fólksins á landinu um 460 milljarða, en á sama tíma skila hallalausum fjárlögum. Að sjálfsögðu eru þeir Bjarni og Sigmundur sem og aðrir ráðherra ríkisstjórnarinnar nýliðar í stjórnarsetu, hafa þeir þurft að þreifa sig áfram í ýmsum málum en hafa að ég tel fundið farsælar lausnir á úrlausnarmálum að lokum.
Kær kveðja að sunnan.
Stjórnarflokkar með aukið fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2014 kl. 22:58 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek ekki mark á Stöð 2 könnunum.
Treysti ekki neinu sem Jón Ásgeir kemur nálægt.
Heldur fólk að hann hafi eitthvað breyst ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.