Prins Póló er einkar bragðgott og saðsamt sælgæti.

Samkvæmt frétt á Mbl.is sagði Anna Kryzanowska sem starfar hjá Pólsku almannatengslafyrirtæki og er hér á landi í tengslum við upptöku á auglýsingu fyrir Prins Póló að  Íslendingar hreinlega elska Prins Póló, eins og Pólverjar.  Um þessi ummæli hennar vil ég segja að Prins Póló hefur svo sannarlega verið í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum, og hefur það oft verið kallað þjóðarréttur íslendinga og þá með Kóki.  Kók og Prins Póló kallast það. 

Prins Póló hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér nánast frá því ég man eftir mér.  Ég fæ mér Prins Póló nokkuð oft, því Prins Pólóið er að mér finnst mjög bragðgott og hæfilega létt í sér, og er orsökin sú að Prins Póló er að hluta til kex eins og Ískex.  Ég á því láni að fagna að á vinnustað mínum er Prins Póló alltaf á boðstólunum í matsalnum, bæði í kaffi og matartímum og er oft gott að gæða sér á því með kaffi eftir morgunverðinn.  Það er enginn svikinn sem fær sér Prins Póló, það er frekar létt miðað við önnur súkkulaðistykki minna stykkið er 36 grömm en XL stykkið er að mig minnir 52 grömm.

Ég vil enda þessa umfjöllun mína um Prins Póló með því að segja að fyrir um 30 árum var ég í bóklegu einkaflugmannsnámskeiði á Selfossi.  Og við höfðum alltaf á hverju kvöldi smá pásu þar sem við höfðum þetta gæðasælgæti að gæða okkur á.  Það var mjög gott að hafa það til að narta í og halda síðan áfram námi að því loknu.  Prins Póló er líka einkar gott með Kóki sem neytt er með lakkrísröri.

Kær kveðja.


mbl.is Herferð um ást á Prins póló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband