Íslensk stjórnvöld ættu að halda fast við 16% aflaheimild í Makríldeilunni.

Að sögn Jacobs Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, "eru strandríkin farin að sjá til lands í deilunni" í Makrílviðræðunum sem standa yfir í Björgvin í Noregi.  Hvað það þýðir veit ég ekki en það veit ég að ef Íslensk stjórnvöld sætta sig eitthvað minna en ca 16% Makrílkvótans eins og td eitthvað í nánd við þau 12% prósent sem ESB hefur verið að bjóða þá er það í mínum augum að gefast upp fyrir fiskveiðistjórn ESB. 

Hótanir ESB  eru að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráherra ólöglegar og eru að mínu mati átroðningur stórveldis gegn Íslendingum.  Við Íslendingar ættum ekki að beygja okkur undir vald ESB í fiskveiðimálum, minnkandi hagur vegna samdráttar í Makrílveiðum er augljós ef 12 prósentin verða samþykkt. 

Háttvirtur Sjávarútvegsráðherra ætti að láta renna á vaðið og blása á öll tilboð sem eru ekki sæmandi Íslenskum sjávarútveg og gera eins og stjórnvöld fyrr á tímum gerðu sem fóru fram með kjark og frumkvæði og háðu þorskastríðin svonefndu og komu landhelgi Íslands upp í 200 mílur.  Ég treysti Sigurði Inga mjög vel og met hann mikils.  Það kunna að verða einhverjar refsiaðgerðir af hálfu ESB en það er líka mikið sem tapast ef Íslensk útgerð þarf að minnka aflahlutdeild sína niður í 12%, og það veit ekki á gott að gefa eftir fyrir stórveldi á einn hátt því þá liggur beinast fyrir að gefa þá eftir á einhvern annan hátt.  Best er frjálsum manni að lifa.


mbl.is Sjá til lands í makríldeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband