Stjórnvöld eiga ekki að gangast undir vilja ESB í Makríldeilunni.

Það hefur legið mjög í sviðsljósinu um þessar mundir að stjörnvöld þykja líkleg til að taka tilboði framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um 11,9 % hlutdeild í Makrílkvótanum.  Í gær kom sú frétt á mbl.is að Írsk stjórnvöld vilji að ESB styðji tillögu sem Norsk stjórnvöld hafa lagt fram sem gengur út á að Íslendingar og Færeyingar fái mun lægri hlutdeild í Makrílkvótanum en það sem þeim hefur verið boðið, en Færeyingar hafa eins og kunnugt er einnig fengið tilboð um 11,9 % hlutdeild.

Mér leggur nú brýnast á orði að segja:  Hvað eigum við með að vera að beygja okkur undir vilja Brusselvaldsins og láta hafa okkur að leiksoppi.  Láta stórveldið leika sér með okkur, brögð þeirra og hótanir eru ekki réttlátar aðgerðir þess sem vill gæta jafnræðis eða réttlætis, heldur er hér um að ræða ólögmætar hótanir stórveldis sem vill gæta hagsmuna sinna og aðildarríkja sinna.  Og hér er ekki verið að skammta Íslendingum (og Færeyingum) sanngjarnan hlut í Makrílkvótanum heldur eru þetta aðgerir til að seilast enn frekar inn á fiskveiðirétt Íslendinga og fleiri, ESB til framdráttar.  Þangað til fyrir nokkrum mánuðum viðurkenndi ESB að Makrílstofninn sé raunar alls ekki eins veikburða og haldið var fram af fiskveiðistjórn þeirra í fyrstu.  þeir hafa nú séð að Makrílstofnin fer stækkandi og að hann er það stór að hann er að taka mikið af átu frá öðrum fiskstofnum.

Nú eru Írsk stjórnvöl farin að blanda sér í málið og vilja ekki að Íslendingum sé skammtaður of stór hlutur, ef til vill svo þeir geti veitt meira sjálfir.  Og ekki hafa Norðmenn reynst okkur vel í þessu máli.  Það hefur jú verið keppikefli íslenskra Stjórnvarlda þangað til nú að halda amk. 16-17 % af aflahlutanum, enda er það talin sanngjörn hlutdeild með það í huga að Makríllinn sækir í stórum stíl á Íslensk fiskimið og sú staðreynd að Ísland er strandþjóð sem ekki er aðili að ESB.

Það eru skír skilaboð mín til Íslenskra stjórnvalda:  Haldið fast við 16-17 % heildaraflans og víkið ekki frá honum.  Það sem ESB er að reyna með okkur er að beygja okkur til algerrar hlýðni og undirgefni við sig.  Það má ekki góðri lukku að stýra, því við sjáum hversu mikið aðrar þjóðir í Sambandinu og jafnvel utan þess geta haft á ákvarðanatöku ESB, ákvaranir sem reynst geta Íslandi til mikils skaða.  Er ekki betra að halda fast á sínu þrátt fyrir einhverjar mótbárur ESB og aðildarríkja þess og hótanir um ólögmætar refsiaðgerðir?  Er ekki betra að láta vaða blint á vaðið eins og Íslendingar gerðu í 4 síðustu Þorskastríðum, þar sem áræðni og innsæi þeirra Stjórnvalda sem þá voru við völd olli því að Íslendingar komust í gegn og unnu, og Íslendingar fengu með því stóraukinn hluta af fiskimiðunum og aukna velsæld sem því fylgdi.

Ég segi nú og hef sagt það áður að við Íslendingar eigum ekkert að gera í ESB. Við sjáum það á því að ESB vill koma vilja sínum fram á aðildarríkjum sínum og þjóða sem það finnst geta skert ávinning þess á einhvern hátt.  ESB hefur sýnt með Icesavedeilunni og Makríldeilunni að hér er á ferðinni stórveldi sem beitir völdum sínum til að hafa áhrif á þjóðir eða beygja þær til hlýðni.

Kærar Jóla og Nýárskveðjur.


mbl.is ESB styðji tillögu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband