Innganga í sambandið væri óðs manns æði.

Ég tel að Makríldeilan við ESB sýni okkur svo ekki verði um villst að Innganga í sambandið er ekkert sem Íslenska þjóðin ætti að sækjast eftir.  Hótanir þeirra um refsiaðgerðir gagnvart Færeyingum sem hafa stækkað Makrílkvóta sinn meira enn fiskveiðistjórn ESB kærir sig um eru ekkert nema valdnýðsla.  Beðið er eftir því til hvaða aðgerða ESB grípi gagnvart Íslendingum.  Ég held að ég hafi heyrt í gær að vísindamenn sem hafa mælt Makrílstofninn með öðrum og raunhæfari reikniaðferðum en ESB gerir, hafi komist að því að Makrílstofninn sé mun stærri en talið var og að fjöldi Makríls í hafinu sé í raun það mikill að hann sé farinn að taka of mikið af æti frá öðrum fisktegundum.

Ég vil segja: Hvað höfum við Íslendingar að gera í ESB ?  Við höfum staðið í 4 landhelgisstríðum og borið sigur úr bítum.  Og við uppskárum af því mikla hagsæld fyrir þjóðina.  Við þá sem vilja inngöngu í ESB vil ég segja:  Viljum við Íslendingar virkilega vera undir fæti ESB varðandi stjórn fiskveiðimála og annara atvinnuvega og vera að öllu leiti undirgefin erlendu bandalagi varðandi alla ákvarðanatöku ?  Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum alla burði til að bjarga okkur sjálf án íhlutunar ráðamanna i Brussel.


mbl.is „Við útilokum ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband