Saga stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna.
1.6.2013 | 23:48
Eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið við stjórnmyndunarumboði frá Forseta Íslands sneri hann sér fyrst til vinstri framboðanna með gottið sem hann hyggst færa Íslensku þjóðinni sem eru aðgerðir þær sem hann hefur í hyggju að framkvæma þjóðinni til góðs. Hann var svolítið smeykur við að koma til Bjarna með gottið því hann var hræddur um að Bjarni myndi kíkja í pokann hans og taka uppáhaldsmola hans sem eru lausnir þær sem hann hefur varðandi lánamál heimilanna. Vegna þess sneri hann sér fyrst til vinstri til að kanna alla möguleika fyrst og sjá hvort hin höfðu ekki betra gotterí en Bjarni. Eftir að hafa kíkt á gottið sem hin í vinstri framboðunum höfðu í nammi pokum sínum, tók hann sér stuttan umhugsunarfrest. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri óhætt að láta á það reyna að snúa sér til Bjarna.
Og það var eins og við manninn mælt. Bjarni tók honum mjög vel, og hann lét uppáhalds molann hans alveg vera. Hann hafði prýðilega góðar hugmyndir um hvernig þeir gætu skipt molunum og mótað þá eftir hvernig þeim báðum líkaði og eftir því sem best kemur fyrir þjóðarhag. Og Bjarni fór með Sigmund í sumarbústað föður síns og Bjarni hressti hann við og aðstoðarkona hans bakaði vöflur fyrir þá með sultu og rjóma. Og fljótt hvarf öll hræðsla úr huga Sigmundar eins og dögg fyrir sólu og hann fann sig öruggan hjá Bjarna. Og þeir settu molana saman í stóra skál, sem eru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í verk, fólkinu í landinu og atvinnuvegunum til handa.
Og stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu vel og oft komu fréttir af þeim félögum með myndum af þeim brosandi vegna þess góða árangurs sem þeir voru að ná og líka vegna vorangans í loftinu sem hafði eins og keim af betri tíð. Og þeir fóru með sælgætisskálina, stjórnarsáttmálann til Reykjavíkur í Alþingishúsið og brátt var ríkisstjórn þeirra, hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduð.
Núna eftir að ríkisstjórnin er nýmynduð komu Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnarinnar ásamt mökum þeirra til að snæða saman. Þetta var mjög góð hugmynd hjá þeim. Þessháttar samvera og matarboð eykur að ég held samhugann og eininguna hjá Ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Hópefli ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 26.6.2013 kl. 20:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.