Jesús Kristur Guðs sonur öllum æðri.

Þegar Jesús var að koma að lokum 3 ára þjónustu sinnar hér á jörðu, sendu æðstu prestarnir og farísearnir þjóna til að handtaka Jesú.  Þeir komu til baka tómhentir, þeir höfðu ekki handtekið Jesú.  Vitnisburður þeirra sýndi að þeir höfðu orðið tilfinningalega, siðferðislega og andlega snertir af nærveru Jesú og því sem hann hafði að segja.  Þegar þeir voru spurðir "Hvers vegna komuð þér ekki með hann?" þá svöruðu þeir: "Aldrei hefur nokkur maður talað þannig."  Með því að heyra í Kristi og finna máttinn í orðum hans, fylltust þeir slíkri lotningu á honum og ótta, að þeir gátu ekki álitið hann vera illgjörðamann eða falskrist. 

Hann hafði eiginleika eins og: siðferðileg heilindi og guðlegt réttlæti sem gerðu hann ólíkan öllum öðrum mönnum, ólíkur Rabbínunum kennimönnum Gyðinga og spámönnunum sem voru sendir af Guði.  Það sem hann hélt fram og kenndi fór langt fram úr því sem Rabbínarnir höfðu  fram að færa.  Kennsla hans var þrungin sannleika og einlægrar ástar á Guði.  Hann var heill, heilagur í öllum sviðum lífs síns, hann hafði samúð með þeim sem höfðu fallið á einhvern hátt, eins og til dæmis tollheimtumönnum og bersyndugum.  Hann bauð þeim fyrirgefningu sína.

Þekking hans á lögmálinu , jafnvel þegar hann var aðeins 12 ára gerðu Rabbínana forviða.  Jesús átti ríkt bænasamfélag við Guð, hann beið hljóðlega og hægversklega en með krafti, hann fór oft upp á fjall til að biðjast fyrir.  Kraftaverkin sem  hann gerði tóku fram úr þeim kraftaverkum sem Elía og Elísa spámenn gerðu, slík Kraftaverk höfðu ekki sést í Ísrael í 15 aldir síðan brottför Ísraelsmanna úr Egyptalandi átti sér stað.  Þrátt fyrir það kallaði hann sjálfan sig hógværan og hann hrokaðist ekki upp.

Þótt hann væri maður, var hann einstækur og aðgreindur frá öllum öðrum.  Persónu eiginleikarnir sem hann bjó yfir og verkin sem hann gerði sýndu svo ekki var um villst að hann var Messías sem lofað hafði verið og sem koma átti í heiminn.  Þessir eiginleikar voru hans fullkomlega siðferðislega heill persónuleiki.  Hann var Messías, og hann var í heiminum;  Orðin hans, gerðir hans og hvernig hann lifði lífinu staðfestu guðlegt hlutverk hans og stöðu.  Í Guðs orði Jóhannesarguðspjalli 1:10-12 stendur:  "Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.  Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.  En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verð Guðs Börn, þeim er trúa á nafn hans."

Við skulum líta á: að hvaða leiti Jesú var einstakur:

1)  Hann er einstakur hvað persónuleika varðar.  Hebreabréfið 1:1-13. "Hann (Kristur) sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans (Guðs) og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum." v3.

2)  Fæðing hans var einstök.  Lúkasarguðspjall 1:26-35  a) Hann var fæddur af mey sem Jesaja spámaður hafði spáð fyrir um 700 árum áður. b) Hann fæddist í Betlehem samkvæmt spádómi Míka 700 árum áður. c) Fæðing hans var kunngjörð af englum. d) Hann fæddist nokkrum vikum eftir fæðingu Jóhannesar, sem engllinn Gabríel sagði um að væri sá sem myndi ryðja brautina fyrir hann. e) Vitringar komu að veita honum lotningu þegar hann lá í jötu. f) Fæðing hans var kunngjörð með stjörnu sem birtist á himni. g) Herskarar engla lofuðu Guð við fæðingu hans. h) Heródes reyndi að myrða hann. i) Fæðing hans var fagnað af Símeon og Önnu sem sögðu hann vera Messías. í) Fyrir fæðingu hans gaf engill honum nafnið  Jesús, sem þýðir Guð frelsar.

3)  Þjónusta hans var einstök.  Markúsarguðspjall 1:21-28.   a) Hann var mesti kennari sem nokkru sinni hafði verið uppi.  b) Hann gerði meiri kraftaverk en nokkur annar hafði áður gert.  Hann gaf að eta 5000 manns og síðan öðrum 4000.  Hann lægði storm meira en einu sinni.  Lét mikinn fisk veiðast í net,  gekk á vatni, rak út illa anda, reisti Lazarus upp frá dauðum.  c) Hann læknaði fjölda fólks.  Hann lét blinda sjá, heyrnarlausa heyra, lamaða ganga.

4)  Hann var einstakur vegna þess hvernig hann dó og hvað gerðist við dauða hans.  Jóhannersarguðspjall 19:16-30 a) Sem Messías dó hann fyrir syndir fólksins, þar uppfyllti hann spádóm Davíðs skrifaðan 1000 árum áður, og spádóm Jesaja 700 árum áður, Sakaría 450 árum áður. b) Jesús spáði fyrir um dauða sinn. d) Lambið sem Ísraelsmenn slátruðu og átu og rjóðuðu blóðinu á dyrastafi húsa sinna áður en þeir gengu burt frá Egyptalandi var eins og táknmynd fyrir dauða Krists og að hann skildi úthella blóði sínu fyrir syndir mannkyns. c) Hann gaf líf sitt sjálfviljuglega. d) Guð huldi auglit sitt fyrir honum um stund, því að þótt hann hefði enga synd, tók hann synd alls heimsins á sig. e) Þótt hann þjáður væri bað hann bað Guð að fyrigefa óvinum sínum. f) Heilög og lýtalaus hegðun hans á krossinum, fékk annan ræningjann sem krossfestur með honum til að meðtaka hann sem frelsara og fá fyrirgefningu.

5)  Hann var einstakur þar sem hann reis upp frá dauðum.  Jóhannesarguðspjall 20:1-31 a) Hann reis upp samkvæmt spádómum Gamla Testamentisins. b) Hann spáði fyrir um upprisu sína. c) Hann reis upp þrátt fyrir að óvinirnir innsigluðu steininn sem lokaði gröf hans. d) Hann birtist fyrst konum. e) Hann birtist lærisveinum aftur og aftur í 40 daga.

6)  Hann var einstakur að því leiti að hann steig upp til himna.  Postulasagan 1:1-19. a)     Hann reis upp til himna, til að vera með föður sínum. b) Hann gaf lærisveinum sínum fyrirheit að þeir myndu fá kraft er Heilagur andi kæmi yfir þá. d) Hann gaf lærisveinum sínum skipun um að prédikka fagnaðarerindið í Jerúsalem og út um allan heim. e)  Hann settist við hægri hönd föðurins.

7)  Hann er einstakur því hann mun koma aftur.   Matteusarguðspjall 16:27. "Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans."   a) Hann mun ekki koma í þetta sinn sem lamb leitt til slátrunar, heldur í krafti og hátign sem "ljónið af Júda ættkvísl" opinberunarbókin 5:5. b) Hann mun reisa upp þá sem dánir eru í trú á Krist, og síðan munu þeir sem á lífi eru og trúa á hann vera "hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu" og munu vera með Drottni alla tíma. c) Koma Drottins Jesú verður "Eins og þjófur um nótt" Matteus 24:36;42-44 ,"daginn eða stundina veit enginn" Matteus 24:36-44 d) Hann mun stofna 1000 ára friðarríkið á jörðu sem lofað hafði verið  e) Hann mun binda enda á hið illa.

Jesús mun koma aftur til að hrífa burtu þá sem trúa á hann, bæði þá sem "sofnaðir eru" og hina sem eru á lífi við komu hans.  "Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.  Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upptrisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.  Því það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu.  Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir , sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.  Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu.  Síðan munum vér vera með Drottni alla tíma."     1 Þessalonikubréf 4:13-17. 

Kæru landsmenn!  Guðs orð segir að það muni koma mikil "þrenging" yfir Jörðina.  Guðs orð segir að á þessum tíma sem burthrifning hinna trúuðu á sér stað muni "þrengingin mikla" sem Biblían talar um vera skollin yfir heimsbyggðina.  "Það mun vera sú mesta þrenging sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða" sagði Jesús um þessa viðburði. Og hann bætti við:  "Ef þessir dagar hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af.  En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða"  Matterusarguðspjall 24:21 og 22. 

Guðs orð segir að "Dagur Drottins komi sem þjófur á nóttu " þegar enginn á hans von.  Enginn veit daginn eða stundina heldur aðeins Guð Faðirinn á himnum.  Kæru landsmenn snúið yður til Jesú Krists sonar Guðs á meðan tími er til.  Svo þér mættuð frelsast og fá syndir yðar fyrirgefnar og eignast frið við Guð fyrir fórnarverk Jesú Krists sem hann vann á Krossinum!

Varðandi þrenginguna miklu og undanfara hennar og burthrifninguna þá er það mál það yfirgripsmikið að ég útlista það ekki frekar hér heldur er það efni í aðra bloggfærslu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband