Bjarni Benediktsson ætti ekki að segja af sér.
13.4.2013 | 09:42
Varðandi það að Bjarni Benediktsson hafi lýst því yfir að hann ætli að íhuga hvort hann eigi að víkja til hliðar sem formaður Sjálfstæðisflokksins, vil ég segja þetta:
Bjarni ætti ekki að segja af sér formennsku Sjálfstæðisflokksins, hann ætti að muna að það er fólk sem stendur á bak við hann og treystir honum til að leiða flokkinn farsællega. Það eru þeir sem ljáðu honum atkvæði sitt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og við hin, þar á meðal sá sem þetta skrifar, sem finnst honum fyllilega treystandi til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn, í gegnum næstu kosningar og vonandi taka þátt í æðstu embættum næstu ríkisstjórnar.
Bjarni ætti ekki að taka of alvarlega könnun MMR. Ég held að raunveruleg ástæða fyrir fylgistapi Sjálfstæðisflokksins sé ekki vegna persónu formannsins heldur vegna tilboðs Framsóknarflokksins varðandi flata niðurfærslu húsnæðislána heimilanna.
Bjarni var löglega endurkjörinn á Landsfundi flokksins í nóvember 2011, þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir bauð sig fram gegn honum. Bjarni hlaut 55% atkvæða en Hanna Birna rúm 44%. Í ljósi þess fylgis ætti hann að halda ótrauður áfram. Það mundi, held ég valda óánægju og ólgu í flokknum meðal stuðningsmanna hans og ekki bæta ímynd flokksins ef skipt væri út formanni svona rétt fyrir kosningar.
Mér finnst Bjarni vera ákveðinn og kjarkmikill stjórnmálamaður sem mundi verða þjóð sinni til mikils gagns og landi sínu til sóma, ef hann yrði valinn í æðsta embætti komandi ríkisstjórnar.
Við Bjarna Benediktsson vil ég segja þetta: Harkaðu af þér, og láttu þessa hugmynd um að segja af þér formennsku hverfa úr kollinum á þér. Við Sjálfstæðismenn og fólkið í landinu þurfum á þér að halda!
Við þá sem horfið hafa yfir frá Sjálfstæðisflokki yfir til Framsóknarflokks með fylgi sitt, vil ég segja þetta: Er grasið nokkuð grænna hinum megin? Er ekki Sjálfstæðisstefnan sú besta, heimilunum og atvinnulífinu til hjálpar, í þeim mikla öldudal sem þjóðin er í núna?
Og við landsmenn vil ég segja þetta: Setjið X-ið við D-ið í næstu kosningum!
Að lokum vil ég segja að Jesú Kristur er besta svarið Íslandi og heiminum til handa. Hann gaf líf sitt svo að við mættum lifa. "Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf". Og að "Guð sendi ekki soninn (Jesú Krist) í heiminn ekki til að dæma heiminn, heldur til að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann". Jóhannes 3:16,17.
Óvissa um framtíð Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2013 kl. 09:01 | Facebook
Athugasemdir
Stið formannin heilshugar Tel hann einlægan og heiðarlegan áfram Bjarni
Jón Sveinsson, 13.4.2013 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.