Leyfið Bjarna Benediktssyni að sanna sig.

Hvað eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins að hugsa, að falla frá stuðningi við flokkinn og lýsa því yfir að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn í staðinn?  Ástæðan er sögð sú að margir vildu Hönnu Birnu sem formann.
Hvílík fásinna!  Vilja þeir yfirgefa Sjálfstæðisstefnuna sem þeir eru sannfærðir um að sé besta stjórnmálastefnan, Íslandi til bjrgar úr þeim öldudal sem þjóðin hefur verið í.
Mig langar til að segja þeim að Hanna Birna er þarna enn og flokkurinn mun njóta starfskrafta hennar og hæfileika, en Bjarni verður formaður allavega um sinn, eða eins og ég vil segja, vonandi  sem lengst.  Yfirgefið ekki Flokkinn sem hefur réttu lausnirnar efnahagslífinu og fólkinu í landinu til hjálpar.  Hverfið aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn.
Bjarni Benediktsson er að ég tel sköruglegur og ákveðinn stjórnmálamaður sem hefur mikið upp á að bjóða.   Mér finnst að andlitsvipur hans beri vott um einbeitingu, atorku og einlægan framkvæmdavilja, vilja til að koma lausnum Sjálfstæðisstefnunar til framkvæmdar.  Að hann vilji í einlægni standa sig sem best og verða þjóð sinni til sem mestrar hjálpar.
Ég tel að hann búi yfir eiginleikum sem til þarf til að geta orðið þjóð sinni til sem mestrar hjálpar og blessunar, og ég vona að hann geti sýnt það og sannað með því að fá að skipa einn af ráðherrastólum næstu ríkisstjórnar eða eins og ég vona helst: að hann skipi æðsta embætti komandi ríkisstjórnar.
Ég vil hvetja alla þá sem að stjórnmálum koma að hafa Kristin gildi og Kristið hugarfar ráðandi í ákvarðanatöku og við gerð alls konar frumvarpa og laga, því það mun verða þjóð okkar til mikillar blessunar .  Ég vil hvetja alla sem þetta lesa að aðhyllast Krist og snúa sér til hans líf sitt gaf fyrir okkur.

Ég hvet ykkur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum!

mbl.is Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband