Afnám laga um helgidagafrið er atlaga að réttindum launafólks og kristinni hefð

    Þau dapurlegu tíðindi bárust 12. júní sl á Mbl.is að frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafrið var samþykkt á Alþingi með 44 at­kvæðum gegn 9. Er það ekki undrunarefni að allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu er það í ljósi þess að þingmenns þess flokks hafa áður sett sig á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem brýtur á móti kristnu siðgæði en það var fóstureyðingarfrumvarpið alræmda sem gefið var fegrunaryrðið "þungunarrof" til þess eins að fela þann gjörning að deyða á miskunnarlausan hátt barn í móðurkviði allt til enda 22 viku meðgöngu.

    Fellir frumvarpið sem Sig­ríður kynnti þegar hún var dóms­málaráðherra úr gildi ákvæði laga sem banna til­tekna þjón­ustu, skemmt­an­ir og afþrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar. enn verður þó bannað að trufla guðsþjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eða annað helgi­hald.

    Það er alveg kristalstært í mínum augum að afnám helgidagafriðar hefur í för með sér meira vinnuálag fyrir launafólk og minni hvíld. Enda þótt að lagabreytingin feli ekki í sér afnám lögbundinna frídaga þá mun þessi breyting auka þrýsting atvinnurekenda á starfsfólk í vínveitinga- og veitinga- og skemmtistaðabransanum og starfsfólks í búðum að vinna á lögboðnum helgidögum kirkjunnar.
Finnst mér þetta vera hvílík hneisa fyrir Alþingi að samþykkja þetta lagafrumvarp sem að mínu áliti var samþykkt af 2 augljósum ástæðum:

1 Að maka krókinn sem mest fyrir atvinnurekendur í þjónustubundnum rekstri.
2. Að afnema sem mest af kristum hefðum og menningu sem hafa ekki skilað öðru en góðum áhrifum til samfélags okkar í gegnum árin.
    Með þessu er verið að:
1. Lítilsvirða kristna trú og þá helgidaga sem settir hafa verið fyrir áhrif kirkjunnar sem ætlaðir eru að gefa fólki frið og hvíld til að njóta þessara helgidaga.
2. Þrengja að rétti launafólks til að fá hvíld frá störfum sem veitir ekki af því vinnuálag vinnandi fólks hér á landi er með því mesta sem þekkist.

    Megi Ríkisstjórnin hafa skömm fyrir þetta lagafrumvarp sem samþykkt hefur verið og sá meirihluti þingmanna sem samþykkti þetta.
    Með Miðflokkinn er annað mál. Megi Guðs blessun fylgja þeim Miðflokksmönnum fyrir að samþykkja ekki þetta frumvarp. Mættu þeir ganga hnarreistir inn í framtíðina og ná yfirburðakosningu í komandi kosningum sem eru ekki svo langt undan. Þeir eiga það svo sannarlega skilið með þrautseigju sinni og fullveldis-ást sem þeir sýna með því að standa föstum fótum gegn 3 orkupakkamálinu 
    En um það mál vil ég segja að það er úlfur í sauðagæru þar sem ætlunin er að koma orkuauðlindum landsins sem mest í einkaeigu og græða sem mest á raforkusölu án þess að það komi fólkinu og allra síst garðyrkjubændum, bökurum, stóriðju og starfsfólki þeirra til góða. Nei þvert á móti aukast líkurnar á því að með samþykkt orkupakka 3 verði sæstrengur lagður en það myndi margfalda raforkuverð hér á landi. Þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin þykist hafa gert gegn lagningu sæstrengs munu ekki halda fari ACER í mál við ríkið vilji erlent fyrirtæki leggja hingað sæstreng.

Kær kveðja.


mbl.is Helgidagafriður ekki lögbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband