Höfnum orkupakka 3 og treystum þar með forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum

    Miðflokksmenn eiga heiður skilinn fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem þeir reyna að hindra samþykkt 3 orkupakkans og að reyna að benda þingmönnum á hversu hrapalega væri að verki staðið ef haldið er áfram á þeirri braut að innleiða hér tilskipanir ESB í orkumálum. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti íslendinga er á móti innleiðingu O3. Á það ekki að koma á óvart því enn sem komið er eru orkufyrirtækin í almannaeigu (90%) og skapa ríkinu mikinn hagnað sem eykur hagsæld og rafmagnsverð er hér með því lægsta sem þekkist í heiminum þökk sé ríkisreknu fyrirtækjunum.
    Ekkert land framleiðir meiri raforku á hvern íbúa en Ísland. Orkan er hrein. Við megum ekki glata forræði okkar yfir þessari verðmætu auðlind. Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum. Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. Við verðum skuldbundin til að innleiða löggjöf sem hentar ekki okkar aðstæðum og hagsmunum. Ísland hefur enga tengingu við orkumarkað ESB og því er ekki ástæða til að innleiða hér löggjöf sameiginlega orkumarkaðarins. EES-samningurinn fer ekki í uppnám þótt við segjum nei takk við orkupakkanum. Það er okkar réttur samkvæmt samningnum að segja nei.
    Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann. Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins. Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði.
    Með aukinni einkavæðingu aukast líkurnar á hækkandi raforkuverði og orkupakki 3 kallar á orkuviðskipti eins og í kauphöllum.
    Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista, er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út. Með lagningu sæstrengs mundi raforkuverð margfaldast því ekki mætti mismuna innlendum notendum og kaupendum raforku í evrópusambandinu.

    Höldum forræði yfir orkumálum Íslands.
    Segjum NEI TAKK við 3. orkupakka ESB!


mbl.is Nítján stundir af orkupakkaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband