Háttvirtur þingmaður Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir það ósættanlega niðurstöðu að ekki verði boðað til nýrra kosninga strax.
Ástæða þess að stjórnarandstaðan vill kosningar sem fyrst er að mínu mati sú að sé gengið til kosninga strax td. eftir 45 daga þá verði fólk ennþá með hugann við þær ásakanir sem háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð er ásakaður um. Og það pólitíska moldviðri sem nú er í gangi ekki gengið niður, en þegar það er afstaðið mun koma í huga fólks þau góðu verk sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið. Og á sama hátt mun fólk minnast verka þeirrar ríkisstjórnar sem komst til valda 2009 en á valdatíma hennar var ESB aðildarumsókn lævíslega laumað inn af Samfylkingu og Vinstri Grænum sem og stjórnarskrámálinu sem var tengd ESB umsókninni.
Stjórnarandstaðan ásamt RÚV, voru dugleg við að kynda undir reiði og espa fólk upp í aðgerðir til að þrýsta á Sigmund Davíð að segja af sér, en þau munu ekki láta þar við sitja, þau ætla sér að koma sínu fólki fyrir í Stjórnarráðinu, sama hvað það kostar. Margt af því fólki sem hefur verið að mótmæla á Austurvelli man ekki eftir eða var ekki mikið að fylgjast með pólitík fyrir þrem til sjö árum síðan og veit ekki hvers lags stjórn við höfðum þá. Margt af því sama fólki sem þá sveik, laug, beitti undirferli, þrýsti og hótaði til að ná sínu fram, er nú að kalla eftir ábyrgð annarra.
Af hverju var Sigmundur Davíð einn valinn sem skotmark vegna umræðunnar um aflandsfélögin? Til allrar hamingju verður ekki gengið til kosninga fyrr en í haust ef áætlanir stjórnarflokkana ganga eftir. Og þá gefst tími til að athuga hvort einhverjir þingmenn stjórnarandstöðuflokkana séu með allt á hreinu í sínum fjármálum.
![]() |
Ekki ásættanleg niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |