Óskamfeilni og dónaskapur andstæðinga ríkisstjórnarinnar á sjálfan lýðveldisdaginn.
18.6.2015 | 12:32
Óskammfeilni og dónaskapur andstæðinga ríkisstjórnarinnar, aðallega vinstri manna var fyrir neðan allar hellur á þjóðhátíðardeginum 17. júní á Austurvelli. Þarna voru hátíðahöldin trufluð með hrópum og hávaða, þar á meðal ræða háttvirts Forsætisráðherra og þjóðsöngurinn. Þessi mannssöfnuður sem hefur látið Fréttablaðið og vissa fjölmiðla sem eru undir hatti ESB aðildarsinna og óvina ríkisstjórnarinnar heilaþvo sig, skammast sín ekki fyrir að trufla hátíðahöldin á sjálfum lýðveldisdeginum.
Þessi mótmæli bera skugga á lýðveldisdag okkar Íslendinga sem á að vera dagur þar sem við fögnum fullveldi landsins. Þarna var hefðum og siðum okkar Íslendinga engin virðing sýnd heldur voru hátíðahöldin að mestu eyðilögð fyrir flestu fólki sem kom til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum.
17. júni á að vera dagur gleði og samstöðu, en það er ekkert gleðiefni í huga margra vinstri manna og fleiri að Ísland skuli enn vera fullvalda ríki, vilja koma Íslandi undir klafa Evrópusambandsins. Undir áþján erlends stórveldis þar sem atkvæði þess hefur lítið að segja. Það fólk sem nú er að mótmæla núna er ef til vill tapsárt eftir að síðasta ríkisstjórn beið lægri hlut fyrir núverandi ríkisstjórnarflokkum. Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar sem eru andvígir ríkisstjórninni reyna að telja fólki trú um að núverandi ríkisstjórn sé óhæf og eigi að víkja. En verk ríkisstjórnarinnar tala; skattar hafa verið lækkaðir, vörugjöld og skattar afnumdir og fólk hefur meira á milli handanna. Og ekki má gleyma niðurfærslu verðtryggðra íbúðalána.
![]() |
Púað á Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |