Það er ekki of seint fyrir ríkisvaldið að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.

Sú frétt birtist á Mbl.is í morgun að tillögu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um að framkvæmdir á svæði Hlíðarenda við Reykjavíkurflugvöll yrðu stöðvaðar, var felld á borgarstjórnarfundi í gær.  Að sjálfsögðu var tillaga hægri minnihlutaflokkana ekki samþykkt þar sem vinstri meirihlutinn, Samfylkingin, Björt Framtíð eru fjölmennari og stefna þeir að með lævísum hætti að bola flugvellinum í burtu, með markvissum hætti.  Reyndar hafa Píratar snúist á sveif með Samfylkingunni og Bjartri Framtíð í þessu máli þrátt fyrir  kosningaloforð sín. 

Ég hvet ríkisvaldið, með háttvirtan Innanríkisráðherra Ólöfu Nordal í huga, að grípa þarna inn í og stöðva framkvæmdir á svæði Valsmanna á Hlíðarenda.  Það nær engri átt að hafnar séu framkvæmdir þegar ekki liggur fyrir álit Rögnunefndarinnar, en það var pólitískt samkomulag sem komist var að sem Valsmenn og borgarstjórn hafa nú að engu gert.  Valsmenn hafa nú sem komið er aðeins lagt í kostnað vegna undirbúnings og hönnunarvinnu.  Ég veit ekki hversu miklar skaðabætur ríkið yrði að greiða Valsmönnum ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar.  En það væri ekkert í samanburði við það tjón sem hlýst af skerðingu flugvallarins um eina flugbraut eða í samanburði við það ef þessi niðurrifsvinna á flugvallarsvæðinu heldur áfram og byggja þurfi nýjan flugvöll. 

Aðgerðir Reykjavíkurborgar og Valsmanna eru fyrsta skrefið í að bola Flugvellinn burt úr Vatnsmýrinni.  En enginn heppilegur staður hefur enn fundist fyrir nýjan flugvöll og uppbygging nýs flugvallar yrði óhemju kostnaðarsöm.  Fjármögnun hans væri ekki á færi flugfélaga og flugrekstraraðila og því þyrfti ríkið að standa þar undir bagga.  Þessar framkvæmdir Valsmanna og Reykjavíkurborgar eru hið mesta feygðarflan fyrir flugstarfsemina á svæðinu, innanlandsflugið, einkaflugið og flugskólana og reyndar hagsmuni allra landsmanna. 

Ríkisstjórn og Alþingi - nú er tækifærið og nú er tíminn til þess að grípa í taumana.


mbl.is Framkvæmdir ekki stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband