Ríkisstjórnin stöðvi framkvæmdir strax á Hlíðarendasvæðinu.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í gær hófust framkvæmdir á Hlíðarenda kl níu í gær- morgun.  Það er augljóst að Borgarstjórn og Valsmenn og fleiri sem að framkvæmdunum standa ætla ekki að virða pólitískt samkomulag um að flugvöllurinn verði látinn í friði á meðan Rögnunefndin svonefnda er enn starfandi.  Er þetta mikið skeytingarleysi gagnvart flugrekstraraðilum sem hafa aðstöðu á svæðinu og hafa sagt að neyðarflugbrautin svokallaða sé nauðsynleg til að tryggja öryggi og notagildi vallarins. 

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins "að grípa þurfi til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll".  Ég vil segja að nú er tíminn og tækifærið til að grípa inn í atburðarásina og stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.  Ef það er ekki gert munu mikil verðmæti fara í súgin þar sem notagildi flugvallarins skerðist og mikil röskun verður á starfsemi flug- tengdra fyrirtækja á svæðinu því áframhaldandi framkvæmdir munu þýða eyðileggingu fasteigna á svæðinu. 

Fyrir 2-3 dögum síðan kom frétt í sjónvarpinu að til athugunar væri hjá Rögnunefndinni hugsanleg staðsetning Reykjavíkurflugvallar á Hvassahrauni, kom fram að kostnaður við slíkan flugvöll yrði minni en við uppsetningu hraðlestar á milli Höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.  Ég vil segja að mér finnst þetta mjög slæm hugmynd.  Í fyrsta lagi yrði flugvöllurinn nokkurn veginn á miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur.  Í öðru lagi er í nágrenninu fjallgarður sem veldur óhagstæðum veðurskilyrðum fyrir flug á svæðinu.  Af hverju viðurkenna þau sem að Rögnunefndinni standa ekki einfaldlega að áframhaldandi vera flugvallarins í Reykjavík sé lang besti kosturinn?


mbl.is Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband