Enginn á að þurfa að borga lán sem hann hefur ekki skrifað upp á.
4.3.2015 | 17:36
Samkvæmt frétt í dag á Mbl.is gerði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lánasjóð íslenskra Námsmanna að umtalsefni sínu. En eins og mörgum er kunnugt hefur sjóður sá tekið upp það verklag að senda afkomendum lántaka sjóðsins eða ábyrgðarmanna, kröfur um að þeir borgi niður lán fyrir látna ættingja sína. Eru það um 8000 þúsund manns sem hafa fenguð viðvörunarbréf frá sjóðnum. Sagði Árni þetta fara á svig við lög þessu lútandi, að þarna sé verið að leita leiða til þess að halda opnum ábyrgðum á fólk sem er algjörlega grandvaralaust aftur í tímann. Sagði hann þetta fullkomlega óásættanlegt.
Þarna verð ég að segja að ég er fullkomlega sammála formanni Samfylkingarinnar. Þetta er ábyggilega ólöglegt eins og hann segir. Því það er enginn vafi á því að enginn á að þurfa að taka á sig lán sem hann er ekki sjálfur skuldari fyrir eða hafi sjálfur skrifað upp á lán hjá einhverjum öðrum sem ábyrgðarmaður. Finnst mér þarna vera verðugt verkefni fyrir ríkisstjórnina og löggjafarvaldið að koma í veg fyrir svona óréttláta aðför að grandalausu fólki.
![]() |
Þetta er fullkomlega óásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)