Virðing við kristna trú á undanhaldi.

Samkvæmt frétt á Mbl.is kom fram að á Skátaþingi sem stóð yfir á Selfossi í dag hafi verið samþykkt tillaga að breyttu orðalagi skátaheitisins .  Snerist þessi breyting um að skátar geti valið um að strengja heit við Guð eða samvisku sína, einnig að valkvætt sé hvort notast sé við orðið ættjörð eða samfélag.  Umrætt heit hefur hljóðað svo:

"Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stend­ur til þess; að gera skyldu mína við Guð og ætt­jörðina, að hjálpa öðrum og að halda skáta­lög­in."

Finnst mér það mikil hneysa að þessi ákvörðun hafi verið tekin á skátaþingi.  Var sú skýring gefin á þessu að færa ætti skátana meira inn í nútímann og að opna fyrir alla hvort sem þeir trúa eða ekki á Guð eða hvaða guð þeir trúa á.  Það er sífellt verið að ýta trúnni eins og til hliðar í samfélagi okkar, sérstaklega frá börnum á grunnskólaaldri.  Heit þetta er samofið sögu og menningu skátastarfsins.  Þetta heit sýnir að skátahreyfingin hefur verið stofnuð með grundvallarhugsjónir kristinsdómsins að leiðarljósi sem er að standa sig í mannlegu samfélagi, að rétta öðrum hjálparhönd og koma vel fram við aðra. 

Þeir sem að skátahreifingunni koma ættu ekki að skammast sín fyrir að láta  Guð vera ávallt nefndan þegar börn og unglingar fara með skátaheitið.  Það að líta til tíðarandans og láta hugmyndir manna sem fráhverfir eru kristinni trú ráða ferð er rangt.  Slíkar hugmyndir eru undir yfirskini "mannréttinda" og ganga út á það að helst eigi að ýta kristinni trú undir teppi vegna þess að hugsanlega eru einhver börn sem eiga vantrúaða foreldra eða foreldra annarra trúarbragða.  Kristin trú og boðorðin 10 eru veganesti sem öllum börnum og unglingum er hollt að hafa fyrir lífsgöngu sína.


mbl.is Þurfa ekki að strengja guði heit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband