Nú er nóg komið - Innanríkisráðherra ætti nú að skerast í leikinn.
18.2.2015 | 21:59
Það hefur varla farið fram hjá neinum að meirihluti Borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í forystu hefur svikið samkomulag að ekki skuli hafnar bygginga eða vegaframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu án samþykkis Rögnunefndarinnar svo nefndu. Hér er á ferðinni stóralvarlegt mál sem varðar ekki aðeins hagsmuni Reykvíkinga og framboð af íbúðum, heldur er þetta mál sem snertir alla landsmenn því lokun neyðarflugbrautarinnar getur hindrað aðgengi sjúkraflugvéla og annara flugvéla þegar vindátt leyfir ekki að aðrar flugbrautir Reykjavíkurvallar séu notaðar. Þetta er algerlega óforkastanlegt að svona hafi verið staðið að málum, og sé ég þetta ekki á annan veg en svik hafi verið framin af vinstri meirihlutanum í borgarstjórn, svik gegn öllum landsmönnum því þetta er mál sem varðar okkur öll. Veðrið undanferið sem hefur verið bísna risjótt hefur sýnt okkur að neyðarflugbrautarinnar er þörf.
Ef fram fer sem horfir mun neyðarflugbrautin hverfa. Nema háttvirtur innanríkisráðherra Ólöf Nordal skerist í leikinn. Inngrip stjórnvalda er sá varnagli sem getur komið í veg fyrir þetta niðurrif á flugvelli allra landsmanna. Stjórnvöld nú ættuð þið að taka af skarið.
Kær kveðja.
![]() |
Fordæmir ákvörðun meirihlutans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |