Ætlar þú að bolla einhvern á morgun ?
15.2.2015 | 21:12
Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum. Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á. Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sá eða sú sem bolluð væri, ennþá í náttfötunum. Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru. Tel ég að betra sé þá að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að forðast að þurfa að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.
Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma. Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er. Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum. Virðist uppruni þess siðar að eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska. En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins. Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum. Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér. Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á. En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan. Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn. Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin eitthvað bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið eftir hendinni sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar. Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður.
Kær kveðja.
![]() |
Bjuggu til öskupoka og bolluvendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslensku Bolludags bollurnar eru lostæti sem gott er að bíta í.
15.2.2015 | 11:32
Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum. Virðist uppruni þess siðar að eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska. En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins. Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum. Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér. Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á. En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.
Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum. Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á. Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sá eða sú sem bolluð væri, ennþá í náttfötunum. Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru. Tel ég að betra sé þá að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að forðast of mikil Bollu- útgjöld. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.
Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma. Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er. Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu.
Það er gott að setjast niður eftir amstur dagsins með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollu.
Kær kveðja.
Það eru dapurlegar fréttir á Mbl.is í gær, að á fundi velferðarráðs Reykjavíkur hafi verið ákveðið að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlis Samhjálpar á Lindargötu. Samhjálp hefur rekið Gistiskýlið í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkur um árabil með miklum metnaði, þar er áherslan lögð á kristna trú og umhyggjusemi við náungann. Samhjálp hefur verið rekin síðan 1972 með frjálsum fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja, útgáfu ýmiskonar kristilegs efnis eins og tónlistar og bóka og með sölu happdrættismiða ofl. Samhjálp er því ákaflega ódýr og skilvirk stofnun þar sem hún aflar fjármuna sinna að miklu leiti sjálf en hún nýtur einnig stuðnings Reykjavíkurborgar.
Rökin fyrir þessari ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans er með þessu að spara nokkra þúsundkalla í kostnað fyrir borgina. Aðrar ástæður er mér ókunnugt um, en ég veit að vinstri meirihlutinn, bæði sá sem nú hefur völdin og sá sem var á undan þeim hefur sett sig á móti trúarinnrætingu barna í grunnskólum. Það er þá að mínu mati ekki von til þess að þeir sem að þessari tillögu unnu hafi mikinn skilning á því að Samhjálp sé best treystandi til þess að reka Gistiskýlið. Ekki síst í ljósi þess að starf Samhjálpar er rekið með Kristnum hugsunarhætti þar sem kærleikur Krists er sýndur í verki. Gegn þessari tillögu borgarmeirihlutans tóku afstöðu borgarfulltrúar Framsóknar og Flugvallarvina ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Í tilkynningu frá Framsókn og Flugvallarvinum segir "að Samhjálp hafi áralanga reynslu í rekstri gistiskýlisins með góðum árangri. Ekkert gefi til kynna að Reykjavíkurborg geti sinnt þessu verkefni fyrir lægri fjárhæð eða með betri þjónustu en núverandi rekstraraðili. Við teljum kost að leyfa frjálsum félagasamtökum að koma að rekstri úrræða til þess að auka fjölbreyttni og val þjónustuþega".
En þær Sveinbjörg og Guðfinna hafa sett sig á móti ýmsu miður góðu sem vinstrimeirihlutinn hefur fundið upp á eins og niðurrif Neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar, þrengingu gatna í og við miðbæinn, þrengingu byggðar og svo mætti lengi telja. Hafi þær þakkir fyrir.
Kær kveðja.
![]() |
Vilja ekki að borgin taki við rekstrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)