Kristin trú ætti að vera í hávegum höfð í Ríkisútvarpi allra landsmanna.
16.8.2014 | 00:07
Um áratugaskeið hafa þættirnir Orð Kvöldsins, Morgunbæn og Morgunandakt haft sinn fasta sess í dagskrá Rásar 1. En þar hefur Guðs orð fengið að hljóma ásamt bæn sem færir þeim sem á það hlusta styrk og uppörvun. Nýverið hefur dagsrárstjóri Rásar 1 Þröstur Helgason lýst yfir þeirri ákvörðun sinni að leggja þessa 3 dagskráliði niður alfarið og útvarpa í þess stað þátt sem á að fjalla um hin ýmsu trúarbrögð. Það er mikil hneysa að leggja eigi þessa dagskráliði niður því þessir þættir taka aðeins nokkrar mínútur i útsendingu og það er viss hópur fólks sem hlustar á þessa þætti eins og aldraðir og einstæðir og þessum þáttum er útvarpað í útsendingarkerfi sjúkrahúsa. Kristinni trú og gildum ber að sýna tilhlýðlega virðingu í þessum ríkisrekna fjölmiðli landsins sem kallaður er útvarp allra landsmanna. Löggjöf landsins ásamt grunnsiðferðisgildi þjóðarinnar eru byggð á Kristnum gildum og meirihluti landsmanna tilheyrir Kirstinni kirkju. Því ætti ekki að sópa kristinni trú eins og undir teppið í Ríkisútvarpi þjóðarinnar. Kristin trú er trú á almáttugan Guð, skapara himins og jarðar og son hans Jesúm Krist sem gaf líf sitt fyrir okkur svo við mættum í trúnni á hann öðlast eilíft líf. Við eigum ekki að blygðast okkar fyrir Kristna trú. Ég hvet dagsrárstjóra Rásar 1 til að eindurskoða þessa ákvörðun sína.
![]() |
Vilja hafa hin kristnu gildi í heiðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)