Slit aðildarviðræðna mundi auka álit þorra landsmanna á Ríkisstjórninni.

Oft er því haldið fram af fylgjendum ESB umsóknar að Ríkisstjórninni beri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB.  Undir það tekur Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins á vef sínum Evrópivaktin.  Þar lætur hann þau ummæli falla um Ríkisstjórnina að hann spái henni fylgishruni í Þingkosningunum 2017 ef ekki verður stefnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu landsmanna til ESB.  Líkti hann málinu við tap Brasilíska knattspyrnuliðsins á HM við hugsanlegt fylgishrun ríkisstjórnarinnar, þar sem Brasilíska liðið gjörtapaði fyrir þjóðverjum 1:7.  Það er ekkert nýtt að þeir sem hugsa sér vel til glóðarinnar varðandi hugsanlega ESB aðild reyni að gera ríkisstjórnina tortryggilega með ýmsum aðferðum.  Er látið í veðri vaka að rRkisstjórninni beri að stofna til fyrrgreindrar atkvæðagreiðslu og að landsmenn verði að fá að segja hug sinn varðandi áframhald ESB viðræðna. 

Ég vil benda á að Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að ESB aðild henti ekki Íslenskri þjóð.  og að í Stjórnarsáttmálanum segir eitthvað á þessa leið; að ekki ekki verði gengið lengra í aðildarviðræðum við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er ekkert fyrirheit þarna um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það má vera að einhverjir sem tjáðu sig fyrir hönd Stjórnarflokkana í aðdragandi síðustu Alþingiskosninga hafi látið einhver orð falla um hugsanlega atkvæðagreiðslu varðandi ESB aðildarviðræður á kjörtímabilinu.  En slík ummæli eru persónulegar skoðanir viðkomandi stjórnmálamanna og endurspegla að mínu mati á engan hátt yfirlýsta stefnu flokks þeirra.  Má segja að þetta hafi verið vanhugsað af viðkomandi að láta þessi ummæli falla.

Á hinn bóginn er tihæfulaust að stofna til þjóðaratkvæðis um mál sem byrjað var á í óþökk þjóðar, með raunverulega einn flokk að baki, það er.  Samfylkingin og Vinstir Græn sem eru andsnúin aðild en ákváðu að fylgja með Samfylkingunni inn í Stjórnarsamstarf 2009 og gerast eins og fylgissveinar hennar og hlýða henni í einu og öllu.  En þar á ég við umsókn um aðild Íslands að ESB og aðildarferlið sem átti sér stað í tíð fyrri ríkisstjórnar sem var ranglega kynnt sem aðildarviðræður.  Eins og alþjóð veit þá var ekki stofnað til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að aðild þá og siglt var í gegnum þessar viðræður með tilheyrandi lagabreytingum sem ESB krafðist af Íslendingum sem umsóknarríkis, stofnuð var Evrópustofa sem sá um að útbreiða áróðri fyrir ESB aðild, IPA styrkir komu til.  Allt til að liðka fyrir aðild og til að auka áhuga landsmanna á ESB.  En viðræðurnar sigldu í strand á tíma fyrri ríkisstjórnar, þær voru settar á ís eins og það var kallað.  Var margt ályktað um orsakir þess en sennilegasta skýringin var eflaust sú að áframhaldandi innleiðing á lögum ESB og hugsanlegt framsal yfirráða yfir mikilvægum auðlindum þjóðarinnar var ekki lengur möguleg án breytingar á Stjórnarskrá Lýðveldisins.  Ekki var að undra að  fyrrverandi ríkisstjórn var svo umhugað um að koma fram breytingum á Stjórnarskrá Íslands.

Aðildarviðræðum sem stofnað var til, án vilja þjóðarinnar á að binda enda á, af núverandi Ríkisstjórn og með samþykkt  Alþingis.  Þessum svonefndu aðildarviðræðum var komið á af þáverandi ríkisstjórn á algerlega ólýðræðislegan hátt, ætti að binda enda á, á lýðræðislegan hátt.  Með því að ríkisstjórnin sem hefur á bak við sig atkvæði meirihluta landsmanna sem samþykkti ályktanir hennar varðandi ýmis mál. þar á meðal; afneitun á framsali fullveldis Íslands til ESB, slíti þessum viðræðum.  Og hætti að  láta berast eftir veðri og vindum, með því að láta orð og áróður ESB sinna hræða sig og draga úr sér kjarkinn.  Og ekki má fyrir neinn mun fresta að taka ákvörðun varðandi málið fram yfir næstu kosningar.  Meginþorri landsmanna mundu að ég tel, meta ríkisstjórnina mun meira ef hún hún stígi fram þegar Alþingi kemur saman í haust og slíti þessum viðræðum.


mbl.is Spáir ríkisstjórninni fylgishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband