Lýðræðinu ekki framfylgt í hinum nýja Borgarstjórnarmeirihluta.
16.6.2014 | 23:43
Það kom fram í fjölmiðlum í dag að Dagur B Eggertsson var kjörinn borgarstjórin í dag og að vinstri- meirihlutinn tók Sjálfstæðisflokkinn með í meirihlutasamstarf sitt en Framsóknarflokkurinn var skilinn fyrir utan. Gerði hinn nýskipaði meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur Samfylkingin, Björt framtíð Vinstri Græn og Píratar, samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um skipan í helstu nefndir og ráð á vegum borgarinnar, en Framsóknarflokkurinn var algerlega skilinn fyrir utan Borgarstjórnarsamstarfið. Var ástæðan sú að sögn nýkjörins borgarstjóra að Framsóknarflokkurinn væri "óstjórntækur" vegna ummæli oddvita listans varðandi lóðaúthlutun fyrir mosku. Þar með hafa Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir enga fulltrúa í Borgarstjórn.
Ég vil lýsa þeirri skoðun minni á þessari ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur að hér sé á ferðinni ljót atlaga að lýðræðinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Ummæli oddvita Framsóknar, Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur varðandi lóðaúthlutun fyrir moskvu er ekki byggð á útlendingahatri eða fordómum. Sveinbjörg hefur sagt að lóðaúthlutun eigi að vera afturkölluð og að stofnað verði til íbúakosningar um hvort moska eigi að rísa í Sogamýrinni eða ekki. Þá geti íbúar Reykjavíkur sjálfir ráðið hvort moska rísi á þessum stað. Það er bæði óréttlætanlegt og mjög gróft af vinstrimeirihlutanum í borgarstjórn að úthrópa oddvita lista Framsóknar sem rasista og útllendingahatara.
Það er augljóst í mínum augum að þarna er meirihlutinn í Borgarstjórn Reykjavíkur ekki að framfylgja réttum og lýðræðislegum stjórnarháttum. Listi Framsóknar og flugvallarvina var myndaður með áherslum eins og að; halda vörð um flugvöllinní Vatnsmýrinni, en fyrrverandi Borgarstjórn hafði það að markmiði að taka flugvallarsvæðið undir íbúðabyggð. Einnig hafði listinn áform í fjölmörgum málum sem efla áttu hag borgarbúa. Moskumálið var aðeins eitt mál sem oddviti umrædds lista hafði áætlun um að tekið yrði til athugunar og það var ekki að ég tel, eitt af meginkosningamálunum. Kjósendur Framsóknar og flugvallarvina eiga heimtingu á að lýðræðið fái framgang og þeirra rödd fái að heyrast í Borgarstjórn Reykjavíkur og að þau mál sem listinn setti á oddinn í aðdraganda Borgarstjórnarkosninga fái sína talsmenn í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar.
Varðandi moskumálið vil ég segja að lög þau sem sett voru um ókeypis úthlutun lóða til trúfélaga átti aðeins við kirkjur og þá kirkjubyggingar til handa þjóðkirkjunni. Og því sé ókeypis úthlutun lóðar fyrir mosku í raun ekki samkvæmt lögum. Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti múslímum sem slíkum og útlendingahatur er fjarri mér. Þar sem ég er kristinn maður, vil ég veg kristinnar trúar sem mestann hjá íslenskri þjóð og að sem flestir fái að kynnast Jesú Kristi. Ég er ekki fylgjandi byggingu mosku í Reykjavík þar sem ég tel að slík bygging muni stuðla að aukinni útbreiðslu annarar trúar en kristinnar trúar á Íslandi.
Jesús Kristur sem Kristin trú okkar byggist á gaf líf sitt í lausnargjald svo að við sem trúum á hann myndum fá syndir okkar fyrirgefnar. Það má segja að hann hafi gerst staðgengill fyrir okkur, að hann tók á sig refsingu þá sem við áttum skilda fyrir syndir okkar og misgörðir. Trúum á hann og fylgjum honum sem líf sitt gaf fyrir okkur og reis upp frá dauðum á þriðja degi til að sýna fram á sigur sinn yfir dauðanum og að við sem á hann trúum munum lifa þótt við deyjum og munum dag einn rísa upp til fundar við Drottinn í loftinu. Því Jesús mun koma aftur og hrífa þá upp til hans sem á hann trúa, og munu hinir sem "sofnaðir eru" ekki seinni verða en hinir sem eftir eru á lífi við komu hans. Jesús mun koma aftur. Þegar Jesus var burt hrifinn til himins og lærisveinarnir horfðu á eftir honum stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins." Postulasagan 1:11
![]() |
Gagnrýnir útilokun Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.6.2014 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)