Einhliða fréttaflutningur varðandi Evrópumálin á Stöð 2 og Rúv.

Á Mbl.is birtist frétt í gærmorgun þar sem greint var frá því að skýrsla Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið til umræðu á Alþingi síðastliðinn þriðjudag . Voru Stefán Már Stefánsson og Maximilian Conrad höfundar viðauka skýrslunnar, gestir fundarins.  Í fréttinni tjáði Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar sig á þá leið að hæpið væri að undanþágur fáist, sem máli skipta fyrir Ísland á sviði sjávarútvegs og landbúnaðarmála.  Sagði hann að það væru himinn og jörð á milli regluverks ESB á þessu sviði og þeirra sjónarmiða sem Íslendingar þyrftu að setja á oddinn.  Sýndist honum að regluverk ESB væri þannig úr garði gert að það séu hreinir draumórar að halda því fram að Íslendingar nái fram einhverjum sérlausnum sem máli skipta.  Enda þótt til séu dæmi um sérlausnir, eru þær aðeins á afmörkuðum þröngum sviðum, sagði hann.

 Ég fylgdist með fréttatíma Stöðvar 2 og Rúv í gærkvöldi og í dag.  Var ekkert minnst á þessi ummæli Birgis Ármannssonar varðandi þessa skýrslu, heldur var aðeins fjallað á heldur neikvæðan hátt um fyrirhuguð slit ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við ESB.  Mér finnst fréttaflutningur þessara tveggja stöðva bera vott um neikvæða afstöðu til ríkisstjórnarinnar og tillögu hennar.  Finnst mér alvarlegt þegar ríkisfjölmiðill eins og Rúv sem á að vera hlutlaus og óháður og er styrktur af skattgreiðendum sé ekki hlutlaus í fréttaflutningi sínum og sé hlutlægur varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar. 

Ég held að það væri að bera vatn í bakkafullan lækinn að koma með einhver rök sem styðja þessi orð Birgis Ármanssonar varðandi það að ekki sé  líklegt að Íslendingar nái einhverjum sérlausnum í samningum sínum við ESB.  Um það hafa nokkrir bloggarar sem bloggað hafa við þessa sömu frétt útlistað nokkuð vel.

Kær kveðja. 


mbl.is Undanþágur hreinir draumórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband