Í frétt á Mbl. is er greint frá að Fjármálar-og Efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson geri ráð fyrir að sett verði 45% skuldaþak á skuldir ríkisins sem hluti af vergri landsframleiðslu. En við núverandi aðstæður er skuldahlutfall ríkisins um tveir þriðju af landsframleiðslu.
Þarna er Bjarni Benediktsson að sýna fyrirhyggju og ábyrgð í fjármálum ríkisins, eins og honum einum er lagið. Það er gott að gæta hófs þegar ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar til ýmissa mála. Vert er að hyggja að fjárhagslegum stöðugleika og skuldastöðu ríkissjóðs þegar fjárveitingar eru ákveðnar til ýmissa málaflokka og ekki síst einstakra hópa launþega. Nýverið voru gerðir launasamningar á almennum vinnumarkaði. Einkenndist samningavinnan af vilja bæði launþega og atvinnurekanda að skapa stöðugleika í landinu. án efa hefði hækkun launa mátt vera meiri, ekki veitir af því fyrir skuldug heimili en þessar launahækkanir voru skref í rétta átt.
Ég vil hvetja hlutaðeigandi aðila sem krefjast vilja mun hærri launahækkunar en sem fólk á almennum vinnumarkaði hlaut, að gæta hófs í launakröfum sínum. Sú 10% launahækkun sem ríkið hefur boðið framhaldskóla kennurum ætti að samþykkja af samtökum framhaldskólakennara. Miklar hækkanir einnar stéttar geta eins og kunnugt er sett af stað skriðu launadeilna hjá öðrum stéttum með aðgerðum eins og verkföllum. Það er ekki rétt að núverandi ríkisstjórn þurfi allt í einu snemma á ríkisstjórnartíma sínum að hífa laun viðkomandi launafólks upp í það sem tíðkast hjá einka reknum fyrirtækjum.
Fólk á almennum vinnumarkaði samþykkti með nýjustu samningum 2,8-5% launahækkun. Grunnlaun verkafólks eru í mörgum tilvikum 230-240 þúsund á mánuði. Verkafólk á ekki rétt á að vinnuafl þess sé álitið eitthvað minna mikilvægt en verkmennta- og háskólamenntaðs fólks. Vinna þeirra er oft á tíðum erfið og lýjandi og vinnudagur langur. Það er fáránlegt þegar talað er um að menntun sé eins og grunnskilyrði fyrir góðum lífskjörum í landinu. Lág laun verkafólks er ekki vegna lélegrar menntunar þess fólks sem vinnur verkamannavinnu heldur lítilsvirðing og vanvirðing atvinnurekanda við verkafólk þar sem það er álitið á lægri stalli en aðrar stéttir.
Kær kveðja.
![]() |
Sett verði 45% skuldaþak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)