Sigmundur hefur ekki sagt að hann muni draga kosningaloforð sín til baka.

Núna þegar stjórnmyndunarviðræður eru vel á veg komnar eða jafnvel brátt á enda, þá hefur það valdið talsverðri umræðu að Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að staða ríkissjóðs sé talsvert verri en hann hafði ímyndað sér fyrir kosningar.  Hefur því verið fleygt fram að hann hefði átt að hafa gert sér grein fyrir því áður en kosningaloforð voru gefin. 

Ég vil segja að Sigmundur kemur mér þannig fyrir sjónir að hann sé mjög heiðarlegur og áreiðanlegur maður, sem vill þjóð sinni vel.  Mér finnst hann virka mjög traustvekjandi, hæglátur og ávallt mjög kurteis í allri framkomu.  Ég tel ekki að Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar hafi gefið loforð um flata niðurfellingu íbúðalána til þess eins að afla flokknum fylgis, ég tel að Sigmundur hafi í einlægni aðeins viljað fólkinu í landinu hið besta þegar hann ásamt flokksmönnum sínum gaf þetta kosningaloforð, og að þarna hafi ekki legið sviksemi að baki.

Sigmundur hefur lýst því yfir að þrátt fyrir að staða ríkissjóðs sé þetta slæm hafi hann ekki ákveðið að taka aftur loforð sitt varðandi niðurfellingu húsnæðislána.  Ég tel að þeir Bjarni og Sigmundur muni móta leið í þessum efnum sem ásættanleg er fyrir fólkið í landinu.

Ég trúi að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eftir að þeir eru komnir í ríkisstjórn muni færa þjóð sinni betri tíma með bættum efnahag og bættri afkomu fólks.  Ég leyfi mér að telja að sú stefna sem þessir tveir flokkar myndi saman verði til þess að koma hjólum atvinnulífsins á stað aftur þannig að kaupmáttur og lífskjör geti batnað til hins betra.


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband