Færsluflokkur: Löggæsla
Eins og frétt af heimasíðu Mbl.is gefur til kynna birti lögreglan mynd af kettlingi sem er í eigu lögreglumanns sem var á leið með hann í pössun, á Facebook síðu Lögreglunnar. Hefur þessi ljósmynd valdið töluverðri eftirtekt þar sem hún birtist á samfélagsmiðlinum Instigram í gær. Mér finnst bara jákvætt að lögreglan birti myndir af einhverju svona sem er ekki hluti af hinum daglegu störfum Lögreglunnar. Þetta er sætur kettlingur og mynd sem þessi vekur aðeins hjá manni hlýjar tilfinningar. Það er satt að lögreglan þarf stundum að koma særðum dýrum eða týndum eins og hundum og köttum til hjálpar og þá er gott að vera dýravinur. Dýr koma að einhverju leiti við sögu í starfi lögreglunnar og eiga þá hundar þar hlut að máli, þar sem þeir fást við fíkniefnaleit og geta jafnvel þefað upp slóðir týnds fólks í tenglsum við leitir björgunarsveita og lögreglu.
Lögregluköttur í starfsmjálmun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 22.2.2014 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)