Kjördæmaþing Framsóknarfélagana í Reykjavík vill flugvöllinn í óbreyttri mynd.

Í frétt á Mbl.is í kvöld kemur fram að Kjördæmaþing Framsóknarfélagana í Reykjavík hafi sent frá sér ályktanir um nokkur brýn úrlausnarefni.  Kemur ma fram að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar geti verið "stolt af mörgum stórmálum á stuttum tíma".  Kom fram í niðurlagi fréttarinnar að þess verði "einnig kraf­ist að flug­völl­ur verði áfram í Vatns­mýri í óbreyttri mynd".

Eins og flestum er kunnugt hafa Valsmenn nýlega hafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu svonefnda.  Samkvæmt þeim teikningum sem gerðar hafa verið af fyrirhugaðri byggð á svæðinu verða háreistar byggingar í fluglínu 06/24 neyðarflugbrautarinnar svonefndu en það þýðir að aðflug verður ekki mögulegt og flugbrautin því úr sögunni.  

Það er bagaleg staða sem komin er upp að Reykjavíkurborg hafi lofað upp í ermina á sér og gefið Valsmönnum vilyrði um jörð sem er ekki alfarið í eigu borgarinnar og gefið framkvæmdaleifi á Hlíðarendasvæðinu.  Er það í trássi við vilja ríkisvaldsins, kjósenda og allra landsmanna.  Í grein í morgunblaðinu 1 október sagði Ólöf Norðdal innanríkisráðherra "að á meðan ríkið reki inn­an­lands­flug­völl í Vatns­mýr­inni, megi ekki reisa bygg­ing­ar sem fari í bága við flug­línu og stefni flu­gör­yggi í hættu á meðan ríkið reki inn­an­lands­flug­völl í Vatns­mýr­inni".

Brynj­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Vals­manna hf. seg­ir að yf­ir­lýs­ing Ólaf­ar Nor­dal, hafi eng­in áhrif á bygg­ingaráform Vals­manna hf. á Hlíðar­enda­svæðinu.

Það hefur komið fram í fréttum undanfarið að mat sem Isavia hafi lagt á nothæfistuðul flugvallarins án neyðarflugbrautarinnar sé ekki rétt unnið og nothæfistuðullinn því rangt reiknaður. Allir sem koma nálægt flugi í landinu benda á að neyðarflugbrautin sé nauðsynleg þar á meðal Félag atvinnuflugmanna.

Þeir sem glöggt þekkja til þessa máls hafa bent á að vel mætti koma öllu byggingamagni fyrir á svæðinu með því að hliðra til byggð og lækka hæstu byggingarnar um nokkrar hæðir.  Það er augljóst að í skipulagi byggðarinnar að í fluglínu 06/24 flugbrautarinnar er gert ráð fyrir háum byggingum.  Virðist mér að það sé gert af ásettu ráði af hálfu Borgarstjórnar til þess að hefja niðurrif Reykjavíkurflugvallar.  Ef Reykjavíkurborg kemst upp með þetta hvert verður þá framhaldið?  Verður næsta skrefið að spilla fyrir þeim tveimur flugbrautum sem eftir verða?  

Eins og ég sagði hér að ofan þá stendur vilji Framsóknarfólagana í Reykjavíkur til þess að flugvöllurinn verði á sínum stað í óbreyttri mynd.  Framsóknarflokkurinn ætti því beita valdi sínu í ríkisstjórn ásamt innanríkisráðherra og stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.  Það þyrfti ekki að banna fyrirhuguð byggingaáform alfarið heldur leyfa framkvæmdir á ný þegar nýtt deiliskipulag með breyttu fyrirkomulagi byggðar hefur verið lagt fram þar sem áframhaldandi notkun 06/24 flugbrautarinnar sé tryggð. 


mbl.is Ríkisstjórnin geti verið stolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband