Slegið á Samhjálparhönd

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag.  Finnst mér við hæfi að birta hana hér því umfjöllunarefni greinarinnar á erindi við alla sem láta sér kristilegt hjálparstarf varða.

Slegið á Samhjálparhönd.     Eftir Börk Gunnarsson.

Á síðasta borgarstjórnarfundi samþykkti meirihlutinn í borginni að velferðarsvið borgarinnar tæki yfir reksturinn á götuskýli fyrir utangarðsfólk.  Samhálp hefur rekið það undanfarin ár.  Að þeirra sögn hafa þeir þurft að borga með sér þar sem tilboð þeirra hafði verið svo lágt síðast.  Í reksturinn buðu þeir því aðeins hærra núna.  Hjálpræðisherinn bauð einnig í verkið og var tilboð þeirra mjög svipað og tilboð Samhjálpar.  Velferðarsvið borgarinnar fær þessi tilboð í hendurnar og býður svo sjálft í verkið, mjög svipað tilboðum hinna, nema rétt aðeins undir. 

Þetta hlýtur að vera löglegt fyrst velferðarsviðið treysti sér til að gera þetta svona, en ekki er það siðlegt.  Á almennum markaði væri örugglega ekki hægt að biðja um tilboð í verkefni sem lögbundið væri að bjóða út og þegar það er komið, bjóða þá sjálfur aðeins lægra og taka vekefnið sjálfur.  Þetta lyktar af leiðindapólitík, þar sem pólitísku fulltrúarnir geta sagt opinberlega að þeir hafi tekið lægsta tilboðinu þótt það hafi verið nánast jafnhátt.  Í ofanálag við að hafa tilboðið aðeins rétt undir hinum aukast líkurnar á því að reka þetta undir kostnaðaráætlun sinni og geta þá komið fram að reynslutímanum loknum og stært sig af því.  En í sjálfu sér var munurinn það lítill á tilboðunum að það er eiginlega ekki hægt að not það sem rök með því að ryðjast inn í reksturinn og taka hann yfir sjálfir, og þar mað auka enn við fleiri borgarstarfsmenn.  Hæsta tilboðið var rúm 81 milljón en það lægsta tæp 81 milljón.  Það býr eitthvað annað að baki. 

Hér grunar mann að fordómar séeu gagnvart kristnum uppruna þeirra hjálparsamtaka sem buðu í reksturinn.  Annað þeirra hefur rekið skýlið með góðum árangri, unnið traust útigangsmannanna og rekið það með svo litlum tilkostnaði borgarinnar að samtökin þurftu að borga með sér. 

Fordómar gagnvart kristnu fólki hjá trúleysingjum eru frekar hvimleiðir.  Auðvitað er hægt að skilja það að þeir sem trúa á pítsu dagsins í dag og hamborgara morgundagsins eigi erfitt með að skilja fólk sem trúir á eitthvað sem nær lengra en morgundagurinn.  En þó að það sé hægt að skilja þá sem hafa gert magann að meistara sínum í lífinu þá vill maður ekki samþykkja fordóma þeirra gagnvart þeim sem hafa fundið annan tilgang. 

Það hefði verið auðvelt í minnihluta í verferðarráði að ráðast á meirihlutann í því klúðri sem þeir hafa margoft framkvæmt síðan ég steig þarna inn.  En fram að þessu hef ég ekki efast um að vilji meirihlutans hafi verið góður og löngun til að gera hlutina vel hafi verið tær og einlægur.  En í málinu með götuskýlið er vilji þeirra augljóslega ekki góður, þeir hafa ekki hagsmuni utangarðsfólksins í huga, heldur sinn eigin pólitíska rétttrúnað.  Það má vel vera að Nigella Lawsen sé merkilegri en Jesús Kristur (höfundur þessarar bloggsíu er ósammála því), það má vel vera að Gordon Ramsays sé merkilegri spámaður en Móses (höfundur bloggsíðu aftur ósammála.  Vinsamlegt innskot bloggara).  En þegar meirihlutinn í borgarstjórn er farinn að leyfa fordómum sínum gagnvart kristinni hjálparhönd að stjórna ákvörðunum sínum gagnvart kristinni hjálparhönd að stjórna ákvörðunum sínum þá er þessi meirihluti farinn að hegða sér heimskulega.  Maður slær ekki á hjálparhönd, jafnvel þótt það sé Samhjálparhönd.

Höfundur er varaborgarfulltrúi og stjórnarmaður í velferðarráði Reykjavíkurborgar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er gott að hafa hér aðgang að þessari góðu grein Barkar.

Og þakkir, Steindór, fyrir margt gott efni á bloggsíðu þinni. smile

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband