Útreikningar Hagstofunar sýna fram á að fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hækki kaupmátt um hálft prósent.

Ég hef verið fylgjast með Kastljósi í kvöld þar sem Háttvirtur forsætisráðherra situr fyrir svörum varðandi fjármálafrumvarp fyrir árið 2015.  Þar er gott að sjá hversu formenn stjórnarflokkana tveggja eru samsíða í málflutningi sínum varðandi fjárlagafrumvarpið og hvað sé heillavænlegast fyrir þjóðina, fólkið í landinu.  Hefur Sigmundur sömu sýn á breytingu virðisaukaskattskerfinu, sem sé breyting á skattþrepunum tveimur og einnig niðurfellingu vörugjalda.  Að sjálfsögðu virðist við fyrstu sýn að með hækkun lægra þreps virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í 12% sé verið að vega að láglaunafólki, öryrkjum og öðrum sem ekki hafa mikið á milli handanna.  En samkvæmt rannsókn Hagstofunnar þá er heilldarútkoma þessara aðgerða sú að þegar litið er á heildarmyndina eykst kaupmáttur heimilanna um hálft prósent.  Ég geri mér ekki grein fyrir hvernig Hagstofan reiknar þetta út, en ég treysti Hagstofunni nokkuð vel að komast að nokkuð raunhæfri niðurstöðu.  Fannst mér gott að sjá hversu einarður Sigmundur var í málflutningi sínum, mátti sjá og heyra að hann hafi hlotið þá réttu yfirsýn yfir þetta mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn og þeir sem eru á hægri væng stjórnmálana eru.  Minnist ég þess að hafa heyrt Bjarna Benediktsson segja á Alþingi í dag eitthvað á þá leið að Vinstri menn sjái ekki hvað skattalækkun er.  Finnst mér gott að Sigmundur og Bjarni hafi þarna mótað sér skoðun og gerst sammála um hvað þeir telja þjóðinni fyrir bestu og landsmönnum.  Þarna er á ferðinni hugmyndir sem ég býst við að eigi uppruna sinn í tjaldbúðum Sjálfstæðismanna, þeim flokki sem sá sem þetta skrifar aðhyllist og telur að sé sá besti í safni Íslenskra stjórnmálaflokka.
mbl.is Mesta skattahækkun Íslandssögunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er tímamótaviðburður í þessu fjárlafrumvarpi er væntanleg niðurfelling vörugjalda á almennar neysluvörur. Nær ekkert ykkar sem les þessar línur veit hvað þið eruð að borga í vörugjöld út í næstu búð enda kemur það hvergi fram á neinni nótu. Ég rak fyrirtæki í nær 30 ár og veit e-ð um þau. Það að hafa djörfung að afnema skatta sem nær enginn veit um er bara snild. Húrra fyrir þessari ríkisstjórn og munið að hlusta ekki á rugludalla sem reyndar vita betur en tala um lækkun fyrir "ríka"fólkið og auknar álögur á "fátæka" fólkið. Innst inni vita þeir betur en það hentar ekki þeirra málstað að segja frá því.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 22:33

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Örn.  Ég er þér hjartanlega sammála.  Ég tel að fólk geri sér ekki fyllilega grein fyrir hversu mikið í því felst ef vörugjöld á almennar neysluvörur verði felld niður.  Það er slíkt framfaraskref og kjarabót fyrir almenning í landinu.  Annað mikilsvert atriði í fyrirhugum aðgerðum Ríkisstjórnarinnar er niðurfelling sykurgjalds.  Er hér ekki aðeins verið að aflétta skatti af sælgæti og gosdrykkjum eins og sumir kynnu að halda heldur er um að ræða allar matvörur sem innihalda sykur, sem hafa viðbættan sykur eins og sagt er.  Eru þetta margar tegundir matvæla eins og kex, kökur, alls konar sætindi úr Bakaríum, mjólkurvörur eins og Jógúrt sem innihalda sykur og margt fleira.  Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að raunveruleg hækkun á matvæli yrði eitthvað á bilinu 2,5 til 3 prósent, en ekki 5 prósent eins og margir kunna að halda.  Tel ég að niðurfelling sykurskatts hafi þarna áhrif til lækkunar.  Á móti kemur svo að sjálfsögðu lækkun efra virðisaukaþrepsins um 1,5 prósent og svo niðurfelling almennra vörugjalda.  Ég tel að Ríkisstjórnin eigi hrós skilið fyrir að stefna að niðurfellingu vörugjalda. 

Steindór Sigursteinsson, 12.9.2014 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband