Hvers vegna að ljúka aðildarviðræðum, þar sem þjóðin er andvíg aðild að ESB ?

Núna í aðdraganda kosninga er mikið rætt um stjórnmál og stefnur hinna mismunandi flokka og framboða.  Umræðuþættir eru sýndir í sjónvarpi við frambjóðendur og skoðanakannanir eru birtar til að sýna nýjustu tölur af fylgi.  Niðurstöður þessara skoðanakannana hafa sýnt fram á mikil stökk upp og niður í fylgi margra framboðanna.
Í dag greindi Fréttablaðið frá því að fylgi stóru flokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi minnkað frá síðustu skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku.  Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 23,8% og Framsóknarflokks 25,8%, fylgi Vinstri Grænna hefur hins vegar aukist og mælist nú 10,4%.
Ég tel að ástæðan fyrir þessu minnkandi fylgi vera tvímælalaust vegna þess að í umræðuþætti stöðvar 2 vegna Alþingiskosninga 2013, áttu talsmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í mestu vandræðum með að svara þeirri spurningu sem beint var til þeirra, hvort flokkar þeirra ætli að standa við eigin stefnu varðandi að hætta beri aðildarviðræðum við ESB.  En samkvæmt skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar og Háskóla Íslands, vill meirihluti þjóðarinnar  52,7%  ljúka aðildarviðræðum, á móti 30,7 sem vilja hætta þeim.
Ég tel að Framsókn og Sjálfstæðismenn ættu ekki að skammast sín fyrir, eða vera hræddir við að játa yfirlýsta stefnu sína í þessum efnum.  Ég tel það vera af vanhugsuðu máli sem landsmenn vilja ljúka aðildarviðræðunum við ESB.  Ég álít að það sé engin ástæða til að "ljúka þessu máli" eins og sumt fólk lýsir yfir.  Meirihluti Landsmanna kærir sig ekki um aðild að ESB, og hvers vegna þá að klára aðildarviðræðurnar þar sem þær eru mjög kostnaðarsamar, og taka mikið af tíma ráðamanna sem með þetta mál fara, tíma sem nýst gæti til uppbyggilegri hluta?
Ég vil segja að fólk ætti ekki að vera hrætt við að ljá þessum tveimur flokkum atkvæði sitt, vegna þessa tiltekna máls, sem rætt var um í viðræðuþætti stöðvar 2.  Ég tel að þetta mál skipti í raun mjög litlu máli, ég treysti Sjálfstæðismönnum vel til að  taka að sér það vandasama verkefni að fara með stjórn Landsins okkar,  Íslands.
Ég tel að við eigum ekkert erindi í ESB.  Með inngöngu í sambandið færist valdið yfir veigamiklum  þáttum fullveldis okkar yfir til Brussel, en það er meðal annars:
1.  Yfirráðin yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu.
2.  Rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur riki.
3   Rétturinn til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki.
4.  Réttur til að leggja á tolla eða afnema tolla.
5  Æðsta dómsvald framselt til ESB-dómstólsins, sem útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands.
Og þannig mætti lengi telja.  Við skulum minnast þess að einmitt í krafti sjálfstæðis síns bætti þjóðin lífskjör sín frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til að vera ein sú ríkasta.  Við Íslendingar ættum ekki að taka ákvörðun um ESB aðild út frá skammtímasjónarmiðum eins og aðsteðjandi kreppu eða bágs gengis Krónunnar.  Leyfum komandi kynslóðum að njóta þeirra forréttinda að búa í landi sem laust er við erlend yfirráð.
Ég hvet ykkur til að velja þann stjórnmálaflokk sem hefur þá yfirlýstu stefnu að Ísland verði utan ESB, sem býður raunhæfar lausnir til handa skuldara íbúðalána, býður lækkaða skatta og gjöld Heimilunum og Atvinnulífinu til hagsbóta.
Veljið Sjálfstæðisflokkinn (X-D) í næstu kosningum!


mbl.is Fylgi stóru flokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband